Innlent

Af Ólympíuleikunum á Vetrarhátíð Reykjavíkur 2014

Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar
Einn listamannanna sem verður með verk á Vetrarhátíðinni 2014 lýsti meðal annars upp Ólympíuleikana í London á síðasta ári. Dagskráin var kynnt á Hótel Borg í dag.

Dagskrá Vetrarhátíðar var kynnt í dag en hún verður haldin í Reykjavík 6. til 15. febrúar. Í forgrunni hátíðarinnar verða ljósverk og innsetningar en síðustu ár hafa slík verk vakið mikla athygli.

Einn listamanna með verk á hátíðinni er Tine Bech en á meðal verka hennar er The Big Swim, sem var hluti af Ólympíuleikunum í London 2012. Það er langt frá því það eina sem hún hefur gert en Tine er nú stödd hér á landi til að skoða aðstæður fyrir komandi hátíð. „Ég ætla að búa til nokkur ljóslistaverk. Eitt af þeim er brú, sem verður mjög spennandi. Það verður líka annað ljóslistaverk sem fólk getur leikið sér með, en það er ennþá svolítil leynd yfir þessu öllu saman“, segir hún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×