Skoðun

Af göllum og hættum í tónlistarhúsinu Hörpu

Örnólfur Hall skrifar
Gallar (í smíði og hönnun) og hættur eru í Hörpu sem óvinsælt er að fjalla um opinberlega. Má t.d. nefna eftirfarandi:

1) Aðalstigi Hörpu er í einu hlaupi og skáskorinn þannig að m.a. eldra fólk og fólk með skerta göngugetu á erfitt með að fóta sig og er uggandi í stiganum. Skáinn á honum beinir fólki út að handriðinu. Dæmi er um að kallað hafi verið eftir aðstoð í stiganum.

Við arkitektar, sem höfum fylgst með Hörpu-„smíði“ frá 2010, fullyrðum að millipallur eigi að vera þar til öryggis skv. hönnunarreglum um stiga í leik- og tónlistarhúsum og sjá þá „Neufert/Bauentwurfslehre“ hönnunar- og regluhandbók allra arkitekta (alþjóðleg).

Þar segir að 18 þrep sé hámarksfjöldi og svo komi pallur. Þeim mun meiri ástæða er fyrir palli að stiginn á líka að nýtast sem neyðarstigi í vá (í eldi, jarðskjálfta eða annarri vá). Hrasi einhver þarna við neyðarrýmingu gæti það valdið lífshættulegri skriðu fallandi fólks og því er pallur nauðsynlegur. Lesa má um slíka stiga í byggingarreglum nýrrar Mannvirkjastofnunar. Minnt skal á að tvisvar kom upp (skyndilega) eldur í Eldborgarsal á smíðatímanum.

2) Handriðin uppi á svölum í Eldborgarsal eru hættulega lág. Mælast 71 cm og aðeins eru um 30 cm frá brún mjórra sætanna að handriði sem er hættulega lítið. Stór gestur sem fengi t.d. aðsvif eða misstigi sig getur hæglega fallið yfir handriðið. Samkvæmt byggingarreglum ættu handriðin að vera mun hærri. Spurt var hverjir samþykktu stigann og handriðin með tilliti til öryggis gesta og tóku út? Ekki hafa fengist svör frá Byggingafulltúaembættinu þar um.

3) Af hættulegri stétt við malbikstorgið: Hellusteinarnir í stéttinni eru ekki fasaðir. Miðað við þá tegund má hæðarmismunur vera að hámarki 2 mm eftir niðurlögn. En hann hefur mælst þarna að 5 mm. Gestir hafa dottið kylliflatir og vitað er um slys.

Hve margar lögregluskýrslur skyldu vera komnar vegna óhappa þarna?




Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×