Innlent

Ætlaði sjálfur að fjarlægja myndina af YouTube

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Vísir / Anton
Maðurinn sem hlóð kvikmyndinni Ófeigur gengur aftur inn á YouTube segist ekki hafa ætlað að brjóta á rétti neins og að hann hafi reynt að taka myndbandið út. Ágúst Guðmundsson, leikstjóri myndarinnar, skrifaði grein í Fréttablaðið í morgun þar sem hann sagðist ekki eiga annarra kosta völ en að kæra manninn.



„Ég á því ekki annarra kosta völ en að lögsækja einhvern ungan mann í Njarðvíkunum, sem ég þekki ekkert til,“ skrifar hann í Fréttablaðið og á Vísi.



Ágúst kvartaði til YouTube vegna málsins sem fjarlægði myndina af vefnum. Síðar barst honum bréf þar sem fram kom að viðkomandi hafi gert athugasemdir við að myndin hafi verið tekin út. Í athugasemdunum segist hann telja að efnið hafi verið fjarlægt vegna mistaka eða rangrar efnisgreiningar.



Í samtali við Vísi sagði hann þó að ekki hafi annað staðið til en að fjarlægja myndbandið. Myndin er ekki lengur í birtingu á YouTube.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×