Innlent

Aðild styrkir fullveldi Íslands

Össur Skarphéðinsson Segir þjóðina taka ákvörðun á endanum.fréttablaðið/GVA
Össur Skarphéðinsson Segir þjóðina taka ákvörðun á endanum.fréttablaðið/GVA

„Ég fagna þessari niðurstöðu og er mjög ánægður með hana,“ sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í gær, þegar ljóst var orðið að Evrópusambandið mun hefja aðildarviðræður við Ísland.

„Þetta eru kaflaskipti og mjög mikilvægur áfangi fyrir okkur Íslendinga að geta nú hafið samningaviðræður. Ég tel að þær muni um síðir leiða til þess að Íslendingar gangi í Evrópusambandið, en það verður ákvörðun þjóðarinnar.“

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstri-grænna, segir niðurstöðuna í Brussel ekki eiga að koma neinum á óvart. Þótt flokkur hans sé sem fyrr andvígur aðild þá hafi það orðið niðurstaðan að láta á það reyna í viðræðum: „Síðan er það þjóðarinnar að taka ákvörðun. Ég reikna með að flestir séu sáttir við það.“

Varðandi lítt dulda skírskotun í ályktun ráðsins um að Íslendingar þurfi að takast á við skuldbindingar sínar í Icesave-málinu segir Össur að það þurfi ekkert að segja okkur Íslendingum að standa við skuldbindingar okkar: „Forystumenn allra flokka og forseti Íslands hafa lýst því yfir, í kjölfar synjunar á Icesave-samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu, að Íslendingar muni ekki hlaupast undan skuldbindingum sínum. Hjá mörgum er hins vegar vafi um hverjar þær eru.“- gb



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×