Glamour

Er Adidas að verða vinsælla en Nike?

Ritstjórn skrifar
Stan Smith skórnir er ein af ástæðunum fyrir miklum vinsældum Adidas seinustu ár.
Stan Smith skórnir er ein af ástæðunum fyrir miklum vinsældum Adidas seinustu ár. Myndir/Getty
Seinustu 18 mánuði hefur þýska íþróttavörumerkið Adidas verið hægt og rólega að nálgast aðal samkeppnisaðila sinn, Nike. Seinustu áratugi hefur verið endalaust stríð á milli merkjanna tveggja en Nike hefur hingað til alltaf komið út á toppnum á flestum sviðum. 

Adidas hefur þó verið að sækja í sig veðrið að undanförnu, bæði með nýjum vörulínum, endurlífgun á gömlum klassískum sniðum og með því að hefja samstarf með ýmsum frægum stjörnum. Þar ber hæst að nefna Kanye West, en þau náðu að semja við hann eftir að hann hætti hjá Nike, en það hefur verið mikill missir fyrir Bandaríska íþrótta risann. 

Adidas hefur einnig verið í samstarfi með Pharrell Williams, Stellu McCartney, Raf Simons, Ritu Ora og Yohji Tamamoto sem hefur verið að hanna fyrir undirmerki Adidas, Y-3. 

Þrátt fyrir að salan sé enn meiri hjá Nike þá er Adidas með töluvert fleiri fylgjendur á samfélagsmiðlum, eins og sjá mér hér að neðan. Þau hafa einnig gert samninga við mörg stór íþróttalið á borð við Manchester United og vinsæla íþróttamenn eins og James Harden. 

Nýjustu vörulínur Adidas, NMD og Ultra Boost, hafa slegið í gegn hjá þeim sem elska strigaskó. Þeir hafa náð til viðskiptavina sinna í gegnum samfélagsmiðla og náð að búa sér til töluvert flottari ímynd en Nike upp á síðkastið. Það verður forvitnilegt að sjá hvort þeir ná að halda velgengninni uppi og taka framúr Nike á næstu árum í fyrsta sinn. 





Hér má sjá skýringarmynd um fylgjendur aðal íþróttamerkjanna á Instagram.





×