Innlent

Aðhyllist ekki pólitík reykfylltra bakherbergja - hættur í framsókn

Þráinn Bertelsson
Þráinn Bertelsson

Rithöfundurinn Þráinn Bertelsson segist ekki aðhyllast pólitík reykfylltra bakherbergja og hefur ákveðið að draga framboð sitt fyrir Framsóknarflokkinn sinn til baka. Hann er einnig búinn að segja sig úr flokknum. Þráinn ætlaði að bjóða sig fram í prófkjöri í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar en nú er hefur komið í ljós að stilla á upp lista í kjördæminum.

Þráinn lýsti því yfir fyrir skömmu að hann hyggðist bjóða sig fram fyrir flokkinn en á aukakjördæmisþingi Framsóknarfélaganna í Reykjavík um helgina var ákveðið að hafa „uppstillingu" á Reykjavíkurlistum. Þetta kemur fram á bloggsíðu Þráinns nú í kvöld.

„Þessi fortíðardýrkun kom okkur nokkuð á óvart sem höfðum hugsað að bjóða okkur fram í lokuðu prófkjöri allra framsóknarmanna í kjördæmunum, ekki síst þar sem við erum komin með ungan og nýtískulegan formann og hugðum undir hans forystu losna við klíkustjórnmálin sem sett hafa ýmsan svartan blett á sögu okkar góða flokks á undanförnum árum," segir Þráinn á síðu sinni.

„Þegar ég gaf kost á mér í annað af tveimur efstu sætum Reykjavíkurkjördæma hvarflaði ekki að mér annað en prókjör yfir meðal allra skráðra félaga. Uppstillingarnefnd (nú forvalsnefnd) kom eins og köld vatnsgusa á þann hugsjónaeld að hefjast handa um að sameina Framsóknarflokkinn og afla honum nýrra kjósenda."

Þráinn segist að athuguðu máli ekki ætla að láta gömlu klíkurnar og íhaldsemina buga sig. Hann segir síðan að þau tíðindi hafi borist sér til eyrna að aldrei hafi komið til greina í alvöru að stjórn Kjördæmissambands Reykjavíkur í samvinnu við formann flokksins sýndi flokksfélögum það traust að mæla með prófkjöri meðal allra flokksmanna í Reykjavík.

„Ég aðhyllist ekki pólitík reykfylltra bakherbergja og dreg hér með framboð mitt til baka. Úrsögn úr flokknum fylgir."





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×