Aðgerðirnar hafa áhrif á öll heimili á Íslandi Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 9. ágúst 2014 06:00 Gagngerar breytingar verða lagðar til á skipan húsnæðismála á haustþingi. Fréttablaðið/Vilhelm Húsnæðismál „Þetta eru einhverjar viðamestu breytingar sem ráðist hefur verið í í húnæðismálum hér á landi. Þegar þær hafa að fullu komið til framkvæmda hafa þær áhrif á hvert einasta heimili í landinu,“ segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra. Eyglóar eru í smíðum nokkur frumvörp sem varða húsnæðismarkaðinn hér á landi og stefnir ráðherra að því að leggja þau fram á haust- og vorþingi. Frumvörpin verða byggð á skýrslu nefndar um framtíðarskipan húsnæðismála hér á landi. Íbúðalánasjóður verður lagður af í núverandi mynd, honum verður skipt upp. Sett verða á laggirnar sérstök húsnæðislánafélög þar sem félögin mega eingöngu lána til húsnæðiskaupa og eiga þau að fjármagna útlán með útgáfu sértryggðra húsnæðisverðskuldabréfa. Lánasafn Íbúðalánasjóðs verður látið renna út en núverandi lántakendur sjóðsins eiga að fá þjónustu frá sérstöku húsnæðislánafélagi. Eygló segir að hún stefni að því að hér á landi verði virkur leigumarkaður svo fólk hafi val um hvort það eigi húsnæði eða leigi það. „Við ætlum að sameina vaxtabætur og húsaleigubætur í eitt húsnæðisbótakerfi. Eftir það miðast stuðningurinn við efnahag en ekki búsetuform,“ segir Eygló og bætir við að hún telji þetta stórt skref fram á við. Þá á að setja ný lög um leigumarkaðinn. „Eitt af því sem vantar að skilgreina hér á landi er hvað telst langtímahúsaleiga,“ segir ráðherra og bætir við að það verði að búa til hvata svo fólk geti leigt til lengri tíma. Slíkt verði gert með því að bæta á sama tíma stöðu leigjenda og leigusala. Eygló segir að ekki hafi verið rætt sérstaklega að setja þak á leiguverð. „Breytingar á húsnæðisbótakerfinu eiga að koma til móts við þá sem eru á leigumarkaði,“ segir Eygló. Lagt verður til að fjölga íbúðum félaga sem eru rekin án hagnaðarsjónarmiða. Rætt hefur verið um að lækka fjármagnstekjuskatt á tekjur af útleigu íbúðarhúsnæðis um helming, eða úr 20 prósentum í tíu prósent. Þá á að endurskoða lög um húsnæðissamvinnufélög með það að markmiði að starfsemi þeirra verði efld svo þau styðji enn betur við nýtt framtíðarskipulag húsnæðismála. Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Húsnæðismál „Þetta eru einhverjar viðamestu breytingar sem ráðist hefur verið í í húnæðismálum hér á landi. Þegar þær hafa að fullu komið til framkvæmda hafa þær áhrif á hvert einasta heimili í landinu,“ segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra. Eyglóar eru í smíðum nokkur frumvörp sem varða húsnæðismarkaðinn hér á landi og stefnir ráðherra að því að leggja þau fram á haust- og vorþingi. Frumvörpin verða byggð á skýrslu nefndar um framtíðarskipan húsnæðismála hér á landi. Íbúðalánasjóður verður lagður af í núverandi mynd, honum verður skipt upp. Sett verða á laggirnar sérstök húsnæðislánafélög þar sem félögin mega eingöngu lána til húsnæðiskaupa og eiga þau að fjármagna útlán með útgáfu sértryggðra húsnæðisverðskuldabréfa. Lánasafn Íbúðalánasjóðs verður látið renna út en núverandi lántakendur sjóðsins eiga að fá þjónustu frá sérstöku húsnæðislánafélagi. Eygló segir að hún stefni að því að hér á landi verði virkur leigumarkaður svo fólk hafi val um hvort það eigi húsnæði eða leigi það. „Við ætlum að sameina vaxtabætur og húsaleigubætur í eitt húsnæðisbótakerfi. Eftir það miðast stuðningurinn við efnahag en ekki búsetuform,“ segir Eygló og bætir við að hún telji þetta stórt skref fram á við. Þá á að setja ný lög um leigumarkaðinn. „Eitt af því sem vantar að skilgreina hér á landi er hvað telst langtímahúsaleiga,“ segir ráðherra og bætir við að það verði að búa til hvata svo fólk geti leigt til lengri tíma. Slíkt verði gert með því að bæta á sama tíma stöðu leigjenda og leigusala. Eygló segir að ekki hafi verið rætt sérstaklega að setja þak á leiguverð. „Breytingar á húsnæðisbótakerfinu eiga að koma til móts við þá sem eru á leigumarkaði,“ segir Eygló. Lagt verður til að fjölga íbúðum félaga sem eru rekin án hagnaðarsjónarmiða. Rætt hefur verið um að lækka fjármagnstekjuskatt á tekjur af útleigu íbúðarhúsnæðis um helming, eða úr 20 prósentum í tíu prósent. Þá á að endurskoða lög um húsnæðissamvinnufélög með það að markmiði að starfsemi þeirra verði efld svo þau styðji enn betur við nýtt framtíðarskipulag húsnæðismála.
Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira