Innlent

Aðgengi Íslendinga að opinberum upplýsingum versnar

Atli Ísleifsson skrifar
Ísland hrapar niður um fjórtán sæti og er nú í 27. sæti listans ásamt Belgíu.
Ísland hrapar niður um fjórtán sæti og er nú í 27. sæti listans ásamt Belgíu. Vísir/AFP
Ísland mælist í næst neðsta sæti þegar kemur að gegnsæi og aðgengi að opinberum upplýsingum meðal þeirra ríkja sem komið hafa á upplýsingalögum samkvæmt nýrri skýrslu World Wide Web Foundation.

Ísland hrapar niður um fjórtán sæti og er nú í 27. sæti listans ásamt Belgíu. Írland er í 31. sæti og neðst þeirra Evrópuríkja sem voru tekin til rannsóknar hjá stofnuninni.

Bretland er í efsta sæti listans, Bandaríkin í öðru og Svíþjóð í því þriðja. Í frétt BBC segir að alls hafi 86 ríki verið metin á grundvelli þess hve auðvelt stjórnvöld geri almenningi að nálgast og greina opinberar upplýsingar.

Í skýrslunni segir að skor bæði Danmerkur og Íslands hafi lækkað frá árinu 2013 – fyrst og fremst vegna versnandi framkvæmd laganna – en að hluta til hafi gildi ríkjanna ranglega mælst of há árið 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×