Aðeins Hollendingar og Bretar styðja ESA 17. maí 2012 05:00 Noregur og Liechtenstein styðja rök Íslands um að ekki sé ríkisábyrgð á innistæðutryggingakerfi. Bretland og Holland sendu ein EES-ríkja inn athugasemdir til stuðnings ESA. EFTA-réttinum bárust aðeins fjórar athugasemdir frá EES-ríkjum. Bretar og Hollendingar styðja ESA, en Noregur og Liechtenstein styðja sjónarmið Íslands. Utanríkisráðherra telur málflutning Íslands hafa skilað sér til annarra EES-ríkja. Bretland og Holland eru einu EES-ríkin sem nýttu sér tækifærið til að styðja málarekstur Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) í Icesavemálinu, með skriflegum athugasemdum, en málið er nú rekið fyrir EFTA-dómstólnum. Skilafrestur athugasemda rann út á miðnætti í fyrrinótt, en þá höfðu EFTA-ríkin Noregur og Liechtenstein lagt fram athugasemdir til stuðnings málstað Íslands. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir ánægjulegt að Noregur og Liechtenstein taki undir málflutning Íslands. „Mér finnst líka merkilegt að í athugasemdum sínum taka hvorki Bretland né Holland undir með ESA varðandi meinta mismunun Íslendinga gagnvart innistæðueigendum utan Íslands. Ég vil svo sem ekki draga of miklar ályktanir af því, en þessi meinta mismunun er annar af tveimur meginásunum í stefnu ESA gegn okkur.“ Hin meginstoðin í málarekstri ESA lýtur að því hvort Ísland hafi gerst brotlegt við innistæðutryggingatilskipun ESB. Málsvörn Íslands lýtur að því að annars vegar sé hvergi í tilskipuninni tiltekið að ríkisábyrgð sé á innistæðutryggingakerfi, og hins vegar er því borið við að við bankahrunið hafi skapast óviðráðanlegar aðstæður á Íslandi, sem ógildi innistæðutilskipunina. Í athugasemdum sínum halda Bretar og Hollendingar því fram að markmið tilskipunarinnar sé að tryggja innistæður og það hafi einfaldlega ekki verið gert í umræddu tilfelli. Varðandi meintar óviðráðanlegar aðstæður, segja bæði ríkin að sönnunarbyrðin sé alfarið á Íslandi og engar slíkar sannanir liggi fyrir. Fjárhagslegir erfiðleikar eigi ekki við, þar sem Bretland og Holland hafi boðið Íslandi fjármuni að láni. Noregur og Liechtenstein taka hins vegar fram í sínum athugasemdum að hvergi í tilskipuninni sé tekið skýrt fram að ríkisábyrgð sé á innistæðutryggingakerfum. Í ljósi þess hve miklar kvaðir á aðildarríki fælust í ríkisábyrgð þyrftu lögin að vera afar skýr að því leyti. Auk þess sé í formála laganna og vinnuskjölum frá setningu þeirra beinlínis tekið fram að tilskipunin feli ekki í sér ríkisábyrgð. Össur segir einnig merkilegt að Bretland og Holland hafi ein EES-ríkja sent athugasemdir til stuðnings ESA, því að hann hafi skynjað svipaða afstöðu hjá sumum kollega sinna. „Það hljóta að vera vonbrigði fyrir þá merku stofnun ESA, en ég tel að það sýni að málflutningur okkar fyrir öllum EES-ríkjunum hefur borið árangur og okkur hafi tekist að telja þeim hughvarf.“thorgils@frettabladid.is Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
EFTA-réttinum bárust aðeins fjórar athugasemdir frá EES-ríkjum. Bretar og Hollendingar styðja ESA, en Noregur og Liechtenstein styðja sjónarmið Íslands. Utanríkisráðherra telur málflutning Íslands hafa skilað sér til annarra EES-ríkja. Bretland og Holland eru einu EES-ríkin sem nýttu sér tækifærið til að styðja málarekstur Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) í Icesavemálinu, með skriflegum athugasemdum, en málið er nú rekið fyrir EFTA-dómstólnum. Skilafrestur athugasemda rann út á miðnætti í fyrrinótt, en þá höfðu EFTA-ríkin Noregur og Liechtenstein lagt fram athugasemdir til stuðnings málstað Íslands. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir ánægjulegt að Noregur og Liechtenstein taki undir málflutning Íslands. „Mér finnst líka merkilegt að í athugasemdum sínum taka hvorki Bretland né Holland undir með ESA varðandi meinta mismunun Íslendinga gagnvart innistæðueigendum utan Íslands. Ég vil svo sem ekki draga of miklar ályktanir af því, en þessi meinta mismunun er annar af tveimur meginásunum í stefnu ESA gegn okkur.“ Hin meginstoðin í málarekstri ESA lýtur að því hvort Ísland hafi gerst brotlegt við innistæðutryggingatilskipun ESB. Málsvörn Íslands lýtur að því að annars vegar sé hvergi í tilskipuninni tiltekið að ríkisábyrgð sé á innistæðutryggingakerfi, og hins vegar er því borið við að við bankahrunið hafi skapast óviðráðanlegar aðstæður á Íslandi, sem ógildi innistæðutilskipunina. Í athugasemdum sínum halda Bretar og Hollendingar því fram að markmið tilskipunarinnar sé að tryggja innistæður og það hafi einfaldlega ekki verið gert í umræddu tilfelli. Varðandi meintar óviðráðanlegar aðstæður, segja bæði ríkin að sönnunarbyrðin sé alfarið á Íslandi og engar slíkar sannanir liggi fyrir. Fjárhagslegir erfiðleikar eigi ekki við, þar sem Bretland og Holland hafi boðið Íslandi fjármuni að láni. Noregur og Liechtenstein taka hins vegar fram í sínum athugasemdum að hvergi í tilskipuninni sé tekið skýrt fram að ríkisábyrgð sé á innistæðutryggingakerfum. Í ljósi þess hve miklar kvaðir á aðildarríki fælust í ríkisábyrgð þyrftu lögin að vera afar skýr að því leyti. Auk þess sé í formála laganna og vinnuskjölum frá setningu þeirra beinlínis tekið fram að tilskipunin feli ekki í sér ríkisábyrgð. Össur segir einnig merkilegt að Bretland og Holland hafi ein EES-ríkja sent athugasemdir til stuðnings ESA, því að hann hafi skynjað svipaða afstöðu hjá sumum kollega sinna. „Það hljóta að vera vonbrigði fyrir þá merku stofnun ESA, en ég tel að það sýni að málflutningur okkar fyrir öllum EES-ríkjunum hefur borið árangur og okkur hafi tekist að telja þeim hughvarf.“thorgils@frettabladid.is
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira