Aðeins einn forseti verið kjörinn með meirihluta atkvæða Heimir Már Pétursson skrifar 13. apríl 2016 18:47 Frestur til að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands rennur út eftir þrjátíu og sjö daga. Nú þegar hafa fjórtan karlar og konur tilkynnt að þau sækist eftir embættinu og gæti svo farið að frambjóðandi með mjög lítið fylgi nái kjöri. Fólk sem verður tvítugt á þessu ári man ekki eftir því að annar einstaklingur hafi setið hér á Bessastöðum en Ólafur Ragnar Grímsson. En þegar hann var kosinn fyrst árið 1996 var ár liðið af öðru kjörtímabili ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og Ísland hafði verið í Evrópaska efnahagssvæðinu í tæp tvö ár. Eins og lög gera ráð fyrir var væntanlegt forsetakjör auglýst um þremur mánuðum fyrir kjördag hinn 11. mars síðast liðinn. Frambóðendur verða síðan að skila inn listum með að lágmarki fimmtán hundruð og að hámarki þrjúþúsund meðmælendum í byrjun maí. Margir eru kallaðir til þessa embættis en fáir útvaldir en engu að síður hafa 14 manns nú boðið sig fram til embættisins. Ef atkvæði dreifast nokkuð jafnt á flesta þessara frambjóðenda gæti svo farið að næsti forseti Íslands nái kjöri með mjög lágt hlutfallsfylgi þar sem sá frambjóðandi sem fær flest atkvæði verður forseti, sama hversu lágt hlutfallið kann að vera. Reyndar hefur enginn fyrrverandi forseta landsins náð kjöri með yfir fimmtíu prósentum atkvæða í fyrsta framboði sínu nema Kristján Eldjárn. Sveinn Björnsson var fyrst kosinn af Alþingi 1944 og sjálfkjörinn án kosninga eftir það, Ásgeir Ásgeirsson var kjörinn fyrst með 48,3 prósent atkvæða árið 1952, Kristján Eldjárn með 65,6 prósentum atkvæða árið 1968, Vigdís Finnbogadóttir með 33,8 prósentum árið 1980 og Ólafur Ragnar Grímsson með 41,4 prósentum árið 1996. Hver sá sem hefur náð 35 ára aldri og er með íslenskan ríkisborgararétt getur boðið sig fram til embættis forseta Íslands. Framboðum með nauðsynlegum gögnum á að skila til dómsmálaráðuneytisins eigi síðar en fimm vikum fyrir kosningar, eða fyrir miðnætti 20. maí næst komandi. - Hvort öll þau 14 sem tilkynnt hafa um framboð sitt gera það, á hins vegar eftir að koma í ljós.Helstu dagsetningar í aðdraganda forsetakosninganna 25. júní 2016 11. mars. Auglýsing forsætisráðuneytis um framboð og kjör forseta Íslands. 30. apríl. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar má hefjast innan lands og utan. 1. – 10. maí. Yfirkjörstjórnir auglýsa hvar og hvenær þær taka við meðmælendalistum til staðfestingar á kosningabærni meðmælenda, sbr. 4. gr. laga um framboð og kjör forseta Íslands. 20. maí. Framboðsfrestur rennur út um miðnætti. Framboðum skal skilað til innanríkisráðuneytisins ásamt samþykki forsetaefnis, nægilegri tölu meðmælenda og vottorðum yfirkjörstjórna um að meðmælendur séu kosningabærir. 27. maí. Innanríkisráðuneytið auglýsir í útvarpi og Lögbirtingablaði hverjir verða í kjöri eigi síðar en þennan dag eftir að hafa afhent Hæstarétti Íslands öll fram komin framboðsgögn. 4. júní. Atkvæðagreiðsla má hefjast í sjúkrahúsum, fangelsum, á dvalarheimilum aldraðra og fatlaðs fólks og í heimahúsum fyrir kjósendur vegna sjúkdóma, fötlunar og barnsburðar. Kjörstjórar á hverjum stað auglýsa sérstaklega hvar og hvenær atkvæðagreiðsla fer fram. 4. júní. Viðmiðunardagur kjörskrár. Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga skráð lögheimili þremur vikum fyrir kjördag, 4. júní. Flutningur lögheimilis eftir þann tíma breytir ekki skráningu á kjörskrá. 13. júní. Innanríkisráðuneytið auglýsir, eigi síðar en þennan dag, framlagningu kjörskráa í Ríkisútvarpi og dagblöðum. 15. júní. Sveitarstjórnir skulu leggja kjörskrár fram almenningi til sýnis á skrifstofu sinni eða á öðrum hentugum stað eigi síðar en þennan dag. Kjörskrá skal liggja frammi á almennum skrifstofutíma til kjördags.* 25. júní. Kjördagur** * Kjörskrár skulu liggja frammi á almennum skrifstofutíma til kjördags. Sveitarstjórnir taka við athugasemdum við kjörskrár og gera má leiðréttingar á þeim fram á kjördag. ** Kjörfundur hefst á tímabilinu kl. 9 árdegis til kl. 12 á hádegi og skal slitið eigi síðar en kl. 22. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Andri Snær tilkynnir um framboð á morgun Boðar til opins fundar. 10. apríl 2016 17:58 Þorgrímur hættur við forsetaframboð Áhuginn fjarað út, segir Þorgrímur Þráinsson. 9. apríl 2016 10:32 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
Frestur til að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands rennur út eftir þrjátíu og sjö daga. Nú þegar hafa fjórtan karlar og konur tilkynnt að þau sækist eftir embættinu og gæti svo farið að frambjóðandi með mjög lítið fylgi nái kjöri. Fólk sem verður tvítugt á þessu ári man ekki eftir því að annar einstaklingur hafi setið hér á Bessastöðum en Ólafur Ragnar Grímsson. En þegar hann var kosinn fyrst árið 1996 var ár liðið af öðru kjörtímabili ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og Ísland hafði verið í Evrópaska efnahagssvæðinu í tæp tvö ár. Eins og lög gera ráð fyrir var væntanlegt forsetakjör auglýst um þremur mánuðum fyrir kjördag hinn 11. mars síðast liðinn. Frambóðendur verða síðan að skila inn listum með að lágmarki fimmtán hundruð og að hámarki þrjúþúsund meðmælendum í byrjun maí. Margir eru kallaðir til þessa embættis en fáir útvaldir en engu að síður hafa 14 manns nú boðið sig fram til embættisins. Ef atkvæði dreifast nokkuð jafnt á flesta þessara frambjóðenda gæti svo farið að næsti forseti Íslands nái kjöri með mjög lágt hlutfallsfylgi þar sem sá frambjóðandi sem fær flest atkvæði verður forseti, sama hversu lágt hlutfallið kann að vera. Reyndar hefur enginn fyrrverandi forseta landsins náð kjöri með yfir fimmtíu prósentum atkvæða í fyrsta framboði sínu nema Kristján Eldjárn. Sveinn Björnsson var fyrst kosinn af Alþingi 1944 og sjálfkjörinn án kosninga eftir það, Ásgeir Ásgeirsson var kjörinn fyrst með 48,3 prósent atkvæða árið 1952, Kristján Eldjárn með 65,6 prósentum atkvæða árið 1968, Vigdís Finnbogadóttir með 33,8 prósentum árið 1980 og Ólafur Ragnar Grímsson með 41,4 prósentum árið 1996. Hver sá sem hefur náð 35 ára aldri og er með íslenskan ríkisborgararétt getur boðið sig fram til embættis forseta Íslands. Framboðum með nauðsynlegum gögnum á að skila til dómsmálaráðuneytisins eigi síðar en fimm vikum fyrir kosningar, eða fyrir miðnætti 20. maí næst komandi. - Hvort öll þau 14 sem tilkynnt hafa um framboð sitt gera það, á hins vegar eftir að koma í ljós.Helstu dagsetningar í aðdraganda forsetakosninganna 25. júní 2016 11. mars. Auglýsing forsætisráðuneytis um framboð og kjör forseta Íslands. 30. apríl. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar má hefjast innan lands og utan. 1. – 10. maí. Yfirkjörstjórnir auglýsa hvar og hvenær þær taka við meðmælendalistum til staðfestingar á kosningabærni meðmælenda, sbr. 4. gr. laga um framboð og kjör forseta Íslands. 20. maí. Framboðsfrestur rennur út um miðnætti. Framboðum skal skilað til innanríkisráðuneytisins ásamt samþykki forsetaefnis, nægilegri tölu meðmælenda og vottorðum yfirkjörstjórna um að meðmælendur séu kosningabærir. 27. maí. Innanríkisráðuneytið auglýsir í útvarpi og Lögbirtingablaði hverjir verða í kjöri eigi síðar en þennan dag eftir að hafa afhent Hæstarétti Íslands öll fram komin framboðsgögn. 4. júní. Atkvæðagreiðsla má hefjast í sjúkrahúsum, fangelsum, á dvalarheimilum aldraðra og fatlaðs fólks og í heimahúsum fyrir kjósendur vegna sjúkdóma, fötlunar og barnsburðar. Kjörstjórar á hverjum stað auglýsa sérstaklega hvar og hvenær atkvæðagreiðsla fer fram. 4. júní. Viðmiðunardagur kjörskrár. Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga skráð lögheimili þremur vikum fyrir kjördag, 4. júní. Flutningur lögheimilis eftir þann tíma breytir ekki skráningu á kjörskrá. 13. júní. Innanríkisráðuneytið auglýsir, eigi síðar en þennan dag, framlagningu kjörskráa í Ríkisútvarpi og dagblöðum. 15. júní. Sveitarstjórnir skulu leggja kjörskrár fram almenningi til sýnis á skrifstofu sinni eða á öðrum hentugum stað eigi síðar en þennan dag. Kjörskrá skal liggja frammi á almennum skrifstofutíma til kjördags.* 25. júní. Kjördagur** * Kjörskrár skulu liggja frammi á almennum skrifstofutíma til kjördags. Sveitarstjórnir taka við athugasemdum við kjörskrár og gera má leiðréttingar á þeim fram á kjördag. ** Kjörfundur hefst á tímabilinu kl. 9 árdegis til kl. 12 á hádegi og skal slitið eigi síðar en kl. 22.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Andri Snær tilkynnir um framboð á morgun Boðar til opins fundar. 10. apríl 2016 17:58 Þorgrímur hættur við forsetaframboð Áhuginn fjarað út, segir Þorgrímur Þráinsson. 9. apríl 2016 10:32 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
Þorgrímur hættur við forsetaframboð Áhuginn fjarað út, segir Þorgrímur Þráinsson. 9. apríl 2016 10:32