Enski boltinn

Adam er langhægasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Charlie Adam. Gerir margt vel á fótboltavellinum en sprettir ekki mikið úr spori.
Charlie Adam. Gerir margt vel á fótboltavellinum en sprettir ekki mikið úr spori. vísir/getty
Það er allt mælt í fótboltanum í dag. Meðal annars hraði leikmanna og kemur ýmislegt á óvart ef rýnt er í hraða leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar á þessari leiktíð.

Stoke City býr yfir þeim vafasama heiðri að eiga tvo hægustu leikmenn deildarinnar. Charlie Adam er sá hægasti og hann er líka sá langhægasti. Adam hefur svo sem aldrei gert út á hraðann á vellinum.

Framherji Arsenal, Olivier Giroud, fer ekki langt á hraðanum en hann er þeim mun betri í loftinu.

Memphis Depay hjá Man. Utd á að geta stungið leikmenn af en hann hefur gert lítið af því. Miðað við tölur vetrarins virðist hann ekki enn hafa tekið almennilegan sprett í vetur.

Hægustu leikmenn úrvalsdeildarinnar:

1. Charlie Adam, Stoke City. 26,72 km/h

2. Peter Crouch, Stoke City. 28,58 km/h

3. Cesc Fabregas, Chelsea. 28,73 km/h

4. Shaun Maloney, Hull City. 28,87 km/h

5. Olivier Giroud, Arsenal. 29,19 km/h

6. Lucas, Liverpool. 29,37 km/h

7. Gareth Barry, Everton. 29,4 km/h

8. Hal Robson-Kanu, WBA. 29,49 km/h

9. Craig Gardner, WBA. 29,62 km/h

10. Andy King, Leicester City. 29,70 km/h

11. Mohamed Eleny, Arsenal. 29,86

12. Tom Huddlestone, Hull City. 29,87 km/h

13. Santi Cazorla, Arsenal. 29,90 km/h

14. Harry Maguire, Hull City. 29,91 km/h

15. Luis Hernandes, Leicester. 29,92 km/h

16. James Ward-Prowse, Southampton. 29.99 km/h

17. Max Gradel, Bournemouth. 30.06 km/h

18. Memphis Depay, Man. Utd. 30,12 km/h

19. Leon Britton, Swansea. 30,13 km/h

20. Ilkay Gundogan, Man. City. 30,15 km/h




Fleiri fréttir

Sjá meira


×