Að rífast við sjálfan sig Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 19. september 2014 00:00 Það er ekki hægt að halda því fram að það sé djúpstæður ágreiningur milli stjórnar og stjórnarandstöðu um einföldun á virðisaukaskattskerfinu. Það væri líka fjarstæða að halda því fram að það sé himinn og haf á milli stefnu núverandi og fyrrverandi stjórnar vegna auðlegðarskattsins. Þegar Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, settist tímabundið í stól fjármálaráðherra, í einni af fjölmörgum ráðherra- og ráðuneytishrókeringum síðasta kjörtímabils, sagði hún í viðtali við Viðskiptablaðið þann 25. ágúst 2012: „Ég myndi vilja skoða það að lækka efra þrepið þegar fram í sækir. Mér líst betur á það að vera bara með eitt þrep, þannig að við getum lækkað það sem nú er í efra þrepi og endurskoðað það sem er á undanþágunni. Við þurfum að endurskoða þetta reglulega. Allir borga virðisaukaskatt en við stýrum síðan ráðstöfunartekjunum og jöfnuði í gegnum tekjuskattinn. Ég er ánægð með þessi þrjú tekjuskattsþrep. Það eru hins vegar ákveðin vandamál með auðlegðarskattinn. Hann er þó tímabundinn og ég mun leggja áherslu á að endurnýja hann ekki.“ Nú getur enginn haldið því fram að á síðasta kjörtímabili hafi engar deilur verið uppi í hinni norrænu velferðarstjórn um lítil mál og stór. En enginn þáverandi stjórnarliði mótmælti þó ummælum ráðherrans. Reyndar var það stefna beggja þáverandi stjórnarflokka í aðdraganda kosninga vorið 2013, að endurnýja ekki auðlegðarskattinn heldur láta gildistíma hans renna út um áramótin 2014-2015 líkt og áform núverandi ríkisstjórnar eru.Popúlísk upphlaup „góða fólksins“ Það er álit flestra ef ekki allra er um efnahags- og skattamál fjalla, að það sé beinlínis rangt að jafna kjör fólks með neyslustýringum í gegnum neysluskattakerfið. Rétta leiðin til þeirra hluta sé að gera það í gegnum tekjuskattinn og bótakerfið. Því má vel halda fram að þverpólitísk sátt sé um afnám vörugjalda, líkt og stefnt er að í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi. Enda vörugjöldin svo sannarlega barn síns tíma og álitamál reyndar hvort þau hafi nokkurn tímann verið réttlætanleg. Það sé hins vegar ekki pólitískt klókt að þeirra mati að fagna þeim breytingum svo eftir sé tekið. Heldur sé það umræðunni frekar til framdráttar að vera „fúll á móti“ og hamra á röngum útreikningum um niðurstöðu þessara aðgerða allra fyrir íslensk heimili. Það er einnig alveg morgunljóst að ekki er hægt að koma á einu virðisaukaskattsþrepi nema bæði þrepin nálgist hvort annað. Það lægra hækki og hærra þrepið lækki. Að reikna með öðru ber í besta falli vott um „valkvæða“ vanþekkingu á málinu. Vissulega má alltaf um það deila hvort lækkunin hafi mátt vera meiri á kostnað hækkunarinnar. En í ljósi afnáms vörugjalda, er það alveg kýrskýrt, að um skref í átt til betri kjara almennings sé að ræða. Hvað sem rangfærslum og popúlískum upphlaupum „góða fólksins“ líður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Það er ekki hægt að halda því fram að það sé djúpstæður ágreiningur milli stjórnar og stjórnarandstöðu um einföldun á virðisaukaskattskerfinu. Það væri líka fjarstæða að halda því fram að það sé himinn og haf á milli stefnu núverandi og fyrrverandi stjórnar vegna auðlegðarskattsins. Þegar Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, settist tímabundið í stól fjármálaráðherra, í einni af fjölmörgum ráðherra- og ráðuneytishrókeringum síðasta kjörtímabils, sagði hún í viðtali við Viðskiptablaðið þann 25. ágúst 2012: „Ég myndi vilja skoða það að lækka efra þrepið þegar fram í sækir. Mér líst betur á það að vera bara með eitt þrep, þannig að við getum lækkað það sem nú er í efra þrepi og endurskoðað það sem er á undanþágunni. Við þurfum að endurskoða þetta reglulega. Allir borga virðisaukaskatt en við stýrum síðan ráðstöfunartekjunum og jöfnuði í gegnum tekjuskattinn. Ég er ánægð með þessi þrjú tekjuskattsþrep. Það eru hins vegar ákveðin vandamál með auðlegðarskattinn. Hann er þó tímabundinn og ég mun leggja áherslu á að endurnýja hann ekki.“ Nú getur enginn haldið því fram að á síðasta kjörtímabili hafi engar deilur verið uppi í hinni norrænu velferðarstjórn um lítil mál og stór. En enginn þáverandi stjórnarliði mótmælti þó ummælum ráðherrans. Reyndar var það stefna beggja þáverandi stjórnarflokka í aðdraganda kosninga vorið 2013, að endurnýja ekki auðlegðarskattinn heldur láta gildistíma hans renna út um áramótin 2014-2015 líkt og áform núverandi ríkisstjórnar eru.Popúlísk upphlaup „góða fólksins“ Það er álit flestra ef ekki allra er um efnahags- og skattamál fjalla, að það sé beinlínis rangt að jafna kjör fólks með neyslustýringum í gegnum neysluskattakerfið. Rétta leiðin til þeirra hluta sé að gera það í gegnum tekjuskattinn og bótakerfið. Því má vel halda fram að þverpólitísk sátt sé um afnám vörugjalda, líkt og stefnt er að í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi. Enda vörugjöldin svo sannarlega barn síns tíma og álitamál reyndar hvort þau hafi nokkurn tímann verið réttlætanleg. Það sé hins vegar ekki pólitískt klókt að þeirra mati að fagna þeim breytingum svo eftir sé tekið. Heldur sé það umræðunni frekar til framdráttar að vera „fúll á móti“ og hamra á röngum útreikningum um niðurstöðu þessara aðgerða allra fyrir íslensk heimili. Það er einnig alveg morgunljóst að ekki er hægt að koma á einu virðisaukaskattsþrepi nema bæði þrepin nálgist hvort annað. Það lægra hækki og hærra þrepið lækki. Að reikna með öðru ber í besta falli vott um „valkvæða“ vanþekkingu á málinu. Vissulega má alltaf um það deila hvort lækkunin hafi mátt vera meiri á kostnað hækkunarinnar. En í ljósi afnáms vörugjalda, er það alveg kýrskýrt, að um skref í átt til betri kjara almennings sé að ræða. Hvað sem rangfærslum og popúlískum upphlaupum „góða fólksins“ líður.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun