Innlent

94 reiðhjólaslys í fyrra

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Pjetur
Þar sem reiðhjólum fer nú senn að fjölga í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu ákvað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að birta tölur um fjölda reiðhjólaslys í fyrra. Um leið hvetur lögreglan alla vegfarendur til að fara varlega og sýna tillitssemi hvívetna.

Árið 2014 voru 94 reiðhjólaslys tilkynnt til lögreglunnar, en í þeim slösuðust 93 reiðhjólamenn. Í 45 tilvika áttu slysin sér stað þegar bifreið var ekið á reiðhjólamann.

Tíu slys urðu þegar reiðhjól hafnaði á kyrrstæðum bíl, kyrrstæðum hlut eða gangandi vegfaranda. Þar að auki urðu sjö slys þegar reiðhjól rákust saman. 32 tilvik voru skráð sem fall af reiðhjóli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×