Innlent

66 Norður fjarlægir myndir af reykjandi áhrifavaldi

Birgir Olgeirsson skrifar
Verslun 66° Norður í Bankastræti í Reykjavík.
Verslun 66° Norður í Bankastræti í Reykjavík. Fréttablaðið/Stefán
Forsvarsmenn fyrirtækisins 66° Norður harma það að mynd af ungri konu að reykja sígarettu hafi ratað á vef fyrirtækisins. Um var að ræða myndasyrpu ungra áhrifavalda sem sóttu tónlistarhátíðina Secret Solstice í Reykjavík klæddir í fatnaði frá fyrirtækinu. 

Á nokkrum myndum mátti sjá unga konu reykja sígarettu og hefur fyrirtækið fjarlægt þær myndir. Birting þessara mynda var meðal annars gagnrýnd innan Facebook-hópsins Markaðsnördar.

Fannar Páll Aðalsteinsson, markaðsstjóri 66° Norður, þakkaði ábendinguna og sagði forsvarsmenn fyrirtækisins harma þessa myndbirtingu.

Hann sagði fyrirtækið reyna að vera fyrirmynd og þessar myndir væru ekki í takt við það. Sagði hann mistök hafa verið gerð við meðhöndlun efnis frá áhrifavöldum sem heimsóttu Ísland.

Sagði Fannar Páll starfsmenn 66° Norður hafa rekið sig á þetta og að þetta væri alls ekki í samræmi við gildi fyrirtækisins. Voru myndirnar í kjölfarið fjarlægðar af vef fyrirtækisins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×