Innlent

490 ökumenn stöðvaðir

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Sjö reyndust ölvaðir.
Sjö reyndust ölvaðir. mynd/lögreglan
Fjögur hundruð og níutíu ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu um helgina í sérstöku umferðareftirliti sem lögreglan heldur nú úti í umdæminu. Sjö ökumenn reyndust ölvaðir eða undir áhrifum fíkniefna við stýrið en þeir eiga yfir höfði sér ökuleyfissviptingu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Í tilkynningunni segir að markmiðið með átakinu sé að vekja athygli á þeirri hættu sem stafar af ölvunar- og fíkniefnaakstri og til að hvetja fólk til almennrar varkárni í umferðinni. Minnt er á viðvörunarorðin „eftir einn ei aki neinn“ en þau eiga alltaf við. Átakið nær einnig undir aksturs undir áhrifum lyfja en afleiðingar þess geta sömuleiðis verið skelfilegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×