Innlent

429 lundapysjur hafa verið fangaðar

Gissur Sigurðsson skrifar
Lundastofninn í Eyjum virðist vera að taka við sér á ný.
Lundastofninn í Eyjum virðist vera að taka við sér á ný. vísir/pjetur
Mikið líf og fjör var í Vestmannaeyjabæ lagt fram eftir kvöldi í gær þegar börn og fullorðnir fönguðu lundapysjur í stórum stíl, fóru með þær til rannsókna í Sæheimum og slepptu þeim svo út á sjó.

Á heimasíðu Sæheima segir að nú hafi borist 429 pysjur í svonefnt pysjueftirlit, en þær voru aðeins 99 í fyrra og 30 árið þar áður. Þykir þetta ótvíræð vísbending um að lundastofninn í Eyjum sé heldur að taka við sér á ný, eftir mikla niðursveiflu nokkur undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×