Innlent

36 prósent styðja ríkisstjórnina

Viktoría Hermannsdóttir skrifar
Stuðningur við ríkisstjórnina er svipaður nú og hefur verið undanfarna mánuði í könnunum.
Stuðningur við ríkisstjórnina er svipaður nú og hefur verið undanfarna mánuði í könnunum. Fréttablaðið/Daníel
Samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 styðja 36 prósent landsmanna ríkisstjórnina. Stuðningurinn mælist svipaður og hann hefur gert undanfarna mánuði.

Stuðningurinn var nokkuð jafn milli kynjanna en 37 prósent karla í könnuninni sögðust styðja hana og 35 prósent kvenna. Af þeim sem spurðir voru og studdu Sjálfstæðisflokkinn studdu 98 prósent ríkisstjórnina, 95 prósent þeirra sem styðja Framsóknarflokkinn, 6 prósent þeirra sem styðja Samfylkinguna styðja ríkisstjórnina , 8 prósent af þeim sem styðja Vinstri- græna og 9 prósent þeirra sem styðja Pírata styðja ríkisstjórnina.

Stuðningur meðal þeirra sem eru eldri en 50 ára er meiri en þeirra sem yngri eru. 32 prósent þeirra sem styðja ríkisstjórnina eru á aldrinum 18-49 ára og 40 prósent þeirra sem styðja við hana eru 50 ára og eldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×