Enski boltinn

23 ára maður tekur við af einum 78 ára

Whelan með enska bikarinn.
Whelan með enska bikarinn. vísir/getty
Hinn geðugi stjórnarformaður Wigan, Dave Whelan, hefur ákveðið að láta gott heita og er sestur í helgan stein.

Hinn 78 ára gamli Whelan hætti í dag hjá félaginu og lét lyklana í hendur barnabarns síns, David Sharpe, en hann er aðeins 23 ára gamall.

Whelan tók við hjá Wigan árið 1995 og fór með liðið úr 4. deildinni upp í úrvalsdeild. Þar var liðið í átta ár. Hápunkturinn kom árið 2013 er Wigan varð enskur bikarmeistari.

Staðan er ekki eins góð í dag en Whelan skilur við liðið í 23. sæti í ensku B-deildinni. Liðið er níu stigum frá öruggu sæti í deildinn þegar tólf leikir eru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×