Innlent

21 stigs hiti á morgun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fólk ætti að finna til stuttbuxurnar og stuttermabolina fyrir morgundaginn.
Fólk ætti að finna til stuttbuxurnar og stuttermabolina fyrir morgundaginn. Vísir/Auðunn
Þrátt fyrir að flestir séu þegar farnir að gráta þá staðreynd að sumarið sé að baki virðast veðurguðirnir ætla að gera vel við Íslendinga á morgun. Þannig er spáð allt að 21 stigs hita á landinu.

Reykvíkingar og nærsveitungar eiga von á hita nærri 20 stigum og sól. Sömu sögu er að segja um Akureyringa og Sunnlendinga sem munu njóta hitastigs upp á væna tveggja stafa tölu. Hiti verður um 17 stig síðdegis á báðum stöðum og sérstaklega stillt norðan heiða. Áfram verður hiti allt að 18 stig á miðvikudag þótt víða verði blautt á landinu.

Þeir landsmenn sem þegar eru búnir að taka til regngallana og hlýju fötin ættu að láta af því að pakka þeim niður í kassa. Svo virðist sem um skammgóðan vermi sé að ræða og verður hiti nær  tíu stigum víðast hvar á landinu á fimmtudag og föstudag samkvæmt spám á vef Veðurstofu Íslands.

Veðurspáin fyrir morgundaginn klukkan 15.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×