Innlent

120 þúsund horfðu á leikinn í sjónvarpi

Birgir Olgeirsson skrifar
Tveir af hverjum þremur, eða tæp 67 prósent, komu að skjánum að einhverjum tímapunkti, eða 163 þúsund manns alls.
Tveir af hverjum þremur, eða tæp 67 prósent, komu að skjánum að einhverjum tímapunkti, eða 163 þúsund manns alls. Vísir/EPA
Helmingur landsmanna á aldrinum 12 – 80 ára, um 121 þúsund manns, horfði á leik Íslands og Portúgals í Evrópukeppni karla í knattspyrnu frá upphafi til enda í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Símanum um áhorfstölur á sjónvarpsútsendingu frá leiknum. Tveir af hverjum þremur, eða tæp 67 prósent, komu að skjánum að einhverjum tímapunkti, eða 163 þúsund manns alls.

Landsmenn gátu valið að horfa á útsendingu Símans á RÚV, SíminnSport eða Sjónvarp Símans.

Segir í tilkynningu frá Símanum að þetta séu góðar tölur miðað við þann gríðarlega fjölda Íslendinga sem eru í Frakklandi á mótinu en talið er að um átta þúsund Íslendingar hafi verið á leiknum í Frakklandi í gær. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×