"Við erum bara mjög venjuleg og horfum ekki á okkur sem fötluð“ Ásgeir Erlendsson skrifar 24. september 2013 19:15 Þegar Ísland í dag heimsótti heimili að Kársnesbraut í Kópavogi á dögunum var mikið líf og fjör eins og eins og á flestum heimilum þegar fjölskyldan er að taka sig til fyrir verkefni dagsins. Eini munurinn á fjölskyldunni á Kársnesbrautinni er sá að við morgunverkin er talað táknmál. Foreldrarnir, Arnar Ægisson og Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, fæddust heyrnarlaus en börn þeirra þrjú tala bæði tungumálin á heimilinu, íslensku og táknmál. Heiðdís og Arnar segja að það hafi verið auðvelt að samtvinna tungumálin tvö á heimilinu. „Það var ekkert mál, bara mjög einfalt. Við notum táknmál heima og við byrjuðum að tala við þau um leið og þau komu í heiminn. Margir tala um að við séum að kenna þeim táknmál. Við erum ekki að því. Við erum að tala við þau alveg eins og þið talið íslensku við litlu börnin ykkar þegar þau fæðast.“ Þau hjónin leggja mikið upp úr því að fólk upplifi þau ekki sem fötluð. „Já við erum bara mjög venjuleg. Við horfum ekki á okkur sem fötluð. Læknisfræðilega erum við mögulega fötluð. Við erum með heyrnarleysi. Við finnum ekki fyrir því. Við gerum allt sem aðrir gera.“ Þrátt fyrir að lifa mjög eðlilegu fjölskyldulífi voru sumir sem höfðu ekki trú á að þau gætu orðið hjúkrunarfræðingur og bifvélavirki. „Ég ákvað að fara í bifvélavirkjun og það voru einhverjir sem sögðu, bíddu þetta getur aldrei gengið. Þú ert heyrnarlaus. Þú getur ekki heyrt hljóðin í vélunum. Þegar við gerum við bíla í dag tengjum við hann tölvu og finnum hvað er að og lögum hann síðan. Það þarf ekkert að heyra.“ Í fréttum fyrr í mánuðinum kom fram að peningar sem eru í sérstökum sjóði sem ætlaður er fyrir túlkaþjónustu heyrnarlausra í daglegu lífi kláruðust 1. september. Heiðdís og Arnar eru strax farin að finna fyrir skerðingu á lífsgæðum vegna þessa. „Okkur líður eins og það sé búið að koma okkur fyrir ofan í skúffu og við verðum þar til 1. janúar. Þetta er eins og fangelsi.“ Ástæða þess að fjármagnið dugar ekki út árið er sú að gjaldskrá túlka var hækkuð en framlög til sjóðsins stóðu í stað. Heiðdís segir að á milli 6 og 10 milljónir þurfi til að halda þjónustunni úti allt árið.Eru þið með skilaboð til íslenskra stjórnvalda?„Já, leyfið okkur að lifa lífinu eins og aðrir Íslendingar.“ Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Sjá meira
Þegar Ísland í dag heimsótti heimili að Kársnesbraut í Kópavogi á dögunum var mikið líf og fjör eins og eins og á flestum heimilum þegar fjölskyldan er að taka sig til fyrir verkefni dagsins. Eini munurinn á fjölskyldunni á Kársnesbrautinni er sá að við morgunverkin er talað táknmál. Foreldrarnir, Arnar Ægisson og Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, fæddust heyrnarlaus en börn þeirra þrjú tala bæði tungumálin á heimilinu, íslensku og táknmál. Heiðdís og Arnar segja að það hafi verið auðvelt að samtvinna tungumálin tvö á heimilinu. „Það var ekkert mál, bara mjög einfalt. Við notum táknmál heima og við byrjuðum að tala við þau um leið og þau komu í heiminn. Margir tala um að við séum að kenna þeim táknmál. Við erum ekki að því. Við erum að tala við þau alveg eins og þið talið íslensku við litlu börnin ykkar þegar þau fæðast.“ Þau hjónin leggja mikið upp úr því að fólk upplifi þau ekki sem fötluð. „Já við erum bara mjög venjuleg. Við horfum ekki á okkur sem fötluð. Læknisfræðilega erum við mögulega fötluð. Við erum með heyrnarleysi. Við finnum ekki fyrir því. Við gerum allt sem aðrir gera.“ Þrátt fyrir að lifa mjög eðlilegu fjölskyldulífi voru sumir sem höfðu ekki trú á að þau gætu orðið hjúkrunarfræðingur og bifvélavirki. „Ég ákvað að fara í bifvélavirkjun og það voru einhverjir sem sögðu, bíddu þetta getur aldrei gengið. Þú ert heyrnarlaus. Þú getur ekki heyrt hljóðin í vélunum. Þegar við gerum við bíla í dag tengjum við hann tölvu og finnum hvað er að og lögum hann síðan. Það þarf ekkert að heyra.“ Í fréttum fyrr í mánuðinum kom fram að peningar sem eru í sérstökum sjóði sem ætlaður er fyrir túlkaþjónustu heyrnarlausra í daglegu lífi kláruðust 1. september. Heiðdís og Arnar eru strax farin að finna fyrir skerðingu á lífsgæðum vegna þessa. „Okkur líður eins og það sé búið að koma okkur fyrir ofan í skúffu og við verðum þar til 1. janúar. Þetta er eins og fangelsi.“ Ástæða þess að fjármagnið dugar ekki út árið er sú að gjaldskrá túlka var hækkuð en framlög til sjóðsins stóðu í stað. Heiðdís segir að á milli 6 og 10 milljónir þurfi til að halda þjónustunni úti allt árið.Eru þið með skilaboð til íslenskra stjórnvalda?„Já, leyfið okkur að lifa lífinu eins og aðrir Íslendingar.“
Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Sjá meira