„Við biðjum fyrir innbrotsþjófunum“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 15. janúar 2014 14:30 „Ég vona að þeir komi hingað og biðjist afsökunar. Við myndum fyrirgefa þeim,“ segir Einar Friðjónsson. „Við erum búin að biðja fyrir mönnunum sem brutust hérna inn,“ segir Einar Friðjónsson, verslunarstjóri nytjamarkaðirns Hertex á Akureyri, sem er rekið af Hjálpræðishernum. Brotist var inn í markaðinn á sunnudag. Hann spyr sig hverjir hafi viljað brjótast þarna inn. „Ágóðinn af rekstrinum fer annars vegar til Hjálpræðishersins og hins vegar í velferðarsjóð, sem er úthlutað til fólks sem á lítið sem ekkert.“ Hann segir að ef þeir sem brutust inn hafi verið í neyð og vantað peninga hefðu þeir líklega getað fengið styrk úr velferðarsjóði og því innbrotið tilgangslaust. „Ég vona að þeir komi hingað og biðjist afsökunar. Við myndum fyrirgefa þeim. Þessi stofnun er ekki til þess að standa í illindum. Við erum að reyna að hjálpa,“ segir Einar og segist vonast til þess að þjófarnir finni kærleikann sem fólkið í Hertex hafi sent þeim í bænastundinni. Þjófarnir eyðilögðu búðarkassa sem Einar segist sjá mikið eftir. „Það var leiðinlegt að missa kassann, við munum sakna hans mikið. Við þurfum einhvernveginn að reyna að bæta það tjón. Þeir tæmdu líka veski sem var inni á minni skrifstofu. Ég hafði tekið fé til hliðar sem átti að renna til velferðarsjóðs.“ Einar segir þjófana í raun hafa stolið frá fólki sem er í neyð, því allur ágóði renni til þeirra sem minna mega sín. Hann segir þó gott fólk strax byrjað að reyna að hjálpa þeim hjá Hertex að bæta tjónið. „Til dæmis kom ungur maður hingað í gær og keypti bók sem kostaði bara hundrað krónur. Hann borgaði með þúsund króna seðli og gaf okkur afganginn. Mér fannst það mjög sniðug leið til að styrkja okkur,“ segir Einar. Hann segir aðkomuna hafa verið afar leiðinlega. „Ég kom sjálfur að þessu. Kassinn var þarna gjörónýtur á gólfinu. Þeir stálu engum vörum frá okkur. En þetta innbrot snertir mann bara. Tilfinningalega séð var þetta mjög leiðinlegt.“ Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
„Við erum búin að biðja fyrir mönnunum sem brutust hérna inn,“ segir Einar Friðjónsson, verslunarstjóri nytjamarkaðirns Hertex á Akureyri, sem er rekið af Hjálpræðishernum. Brotist var inn í markaðinn á sunnudag. Hann spyr sig hverjir hafi viljað brjótast þarna inn. „Ágóðinn af rekstrinum fer annars vegar til Hjálpræðishersins og hins vegar í velferðarsjóð, sem er úthlutað til fólks sem á lítið sem ekkert.“ Hann segir að ef þeir sem brutust inn hafi verið í neyð og vantað peninga hefðu þeir líklega getað fengið styrk úr velferðarsjóði og því innbrotið tilgangslaust. „Ég vona að þeir komi hingað og biðjist afsökunar. Við myndum fyrirgefa þeim. Þessi stofnun er ekki til þess að standa í illindum. Við erum að reyna að hjálpa,“ segir Einar og segist vonast til þess að þjófarnir finni kærleikann sem fólkið í Hertex hafi sent þeim í bænastundinni. Þjófarnir eyðilögðu búðarkassa sem Einar segist sjá mikið eftir. „Það var leiðinlegt að missa kassann, við munum sakna hans mikið. Við þurfum einhvernveginn að reyna að bæta það tjón. Þeir tæmdu líka veski sem var inni á minni skrifstofu. Ég hafði tekið fé til hliðar sem átti að renna til velferðarsjóðs.“ Einar segir þjófana í raun hafa stolið frá fólki sem er í neyð, því allur ágóði renni til þeirra sem minna mega sín. Hann segir þó gott fólk strax byrjað að reyna að hjálpa þeim hjá Hertex að bæta tjónið. „Til dæmis kom ungur maður hingað í gær og keypti bók sem kostaði bara hundrað krónur. Hann borgaði með þúsund króna seðli og gaf okkur afganginn. Mér fannst það mjög sniðug leið til að styrkja okkur,“ segir Einar. Hann segir aðkomuna hafa verið afar leiðinlega. „Ég kom sjálfur að þessu. Kassinn var þarna gjörónýtur á gólfinu. Þeir stálu engum vörum frá okkur. En þetta innbrot snertir mann bara. Tilfinningalega séð var þetta mjög leiðinlegt.“
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira