Innlent

„Þetta verður sögulegur dagur hvernig sem fer“

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar.
Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar. Mynd/GVA
„Áhugi fólks hefur glæðst mjög á undanförnum dögum og ég held að það sé vegna margra samvirkandi þátta. Ég er til að mynda viss um að kynningin í Ríkisútvarpinu hefur haft heilmikil áhrif. Fólk hefur farið að velta fyrir sér hverja það ætti að kjósa og ræða um það við aðra. Við það hefur áhuginn smitast. Ég finn þetta mjög víða,“ segir Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar.

Örtröð myndaðist fyrir utan Laugardalshöll í morgun á síðasta degi utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna kosninganna til stjórnlagaþings sem fram fara á morgun. Um 10 þúsund manns hafa kosið utankjörfundar frá því atkvæðagreiðslan hófst fyrir 12 dögum. Henni lauk á hádegi en kjörstaðir verða opnaðir klukkan níu í fyrramálið. Upplýsingar um kjörstaði er að finna á vefsíðunni kosning.is.

Guðrún segir að óháð þátttöku og niðurstöðum kosninganna verði morgundagurinn sögulegur dagur.

„Ég er bjartsýn og ég treysti því að kjörsókn verði góð á morgun. Ég vona að almenningur noti þetta einstaka tækifæri að vel heppnaðri tilraun til nýrra kosningahátta. Við erum að fara nýjar leiðir og það hlýtur að vekja áhuga landsmanna að fá að taka þátt í því.“


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×