Innlent

„Þetta er rammpólitískt“

Silfurreynistréð á Grettisgötu 17.
Silfurreynistréð á Grettisgötu 17. VÍSIR/GUNNAR ATLI
Hópur fólks kom saman á samstöðufundi á Grettisgötu í dag til að standa vörð um rúmlega hundrað ára gamlan silfurreyni á Grettisgötu 17, sem á að fella ef áætlanir um hótelbyggingu ná fram að ganga. 

Íbúar við Grettisgötu og aðrir íbúar miðbæjarins komu í dag saman við tréð og mótmæltu fyrirhuguðum framkvæmdum vegna byggingu hótelsins. Íbúarnir segjast ekki bara vera ósáttir við að missa silfurreyninn heldur eru þeir einnig mótfallnir hótelbyggingunni og lagningu stígs frá Grettisgötu að Laugavegi. 

Egill Ólafsson er einn þeirra sem tók til máls á samstöðufundinum, en hann sagði framkvæmdirnar skerða lífsgæði íbúanna.

Meðlimir hljómsveitarinnar Retro Stefson lögðu málefninu einnig lið. Unnsteinn Manúel býr í húsinu á móti trénu, og segist vera annt um bæði það og nágranna sína. 

„Með öllum þessum hótelbyggingum er verið að bola íbúunum burt til að koma efnameira fólki að. Þetta er rammpólitískt,“ segir hann. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×