„Það er ekki útséð að það verði ekki tónleikar“ Birgir Olgeirsson skrifar 3. febrúar 2015 10:59 Morrissey mun ekki koma fram á tónleikum í Hörpu en tónleikahaldarar leita nú að öðrum stað fyrir breska tónlistarmanninn á höfuðborgarsvæðinu. Getty/GVA „Það er ekki útséð að það verði ekki tónleikar,“ segir Halldór Kvaran, hjá RR ehf., um ákvörðun breska tónlistarmannsins að spila ekki í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í Reykjavík vegna þess að þar er boðið upp á kjöt. Það var Nútíminn sem greindi fyrstur frá þessu máli hér á landi í gærkvöldi en þar er vitnað í yfirlýsingu frá tónlistarmanninum sem birtist á vef aðdáenda hans sem nefnist True to You. Halldór Kvaran hafði staðið í samningaviðræðum við Morrissey um tónleika í Hörpu en þær strönduðu á því samningsatriði að boðið er upp á kjöt í Hörpu. „Mér skilst að hann spili ekki á stöðum þar sem kjöt er selt og við getum náttúrlega ekki stjórnað því að hvað er á matseðlinum í Hörpu. Þannig að Harpan er dottin út sem möguleiki og við erum að kíkja eftir því hvort það sé einhver annar staður sem við getum notað. Það er ekki flóknara en það,“ segir Halldór. Morrissey er þekktur fyrir andstöðu sína gegn kjötáti en í fyrra sagðist hann ekki sjá mun á barnaníð og kjötáti þegar hann satt fyrir svörum á fyrrnefndri síðu aðdáenda hans True To You. „Þetta er eins og að segja að ég myndi ekki spila í einhverju húsi ef rafmagnið er fengið úr kjarnorku. Þannig að Harpan er ekki möguleiki í þessu tilfelli. Við erum að kíkja hvort við finnum eitthvað annað eða við gefum þetta frá okkur,“ segir Halldór hjá RR ehf. sem hefur staðið fyrir tónleikum hér á landi með hljómsveitum á borð við Metallica, Iron Maiden, Robbie Williams, Elton John, David Bowie og fleirum. Tónlist Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Það er ekki útséð að það verði ekki tónleikar,“ segir Halldór Kvaran, hjá RR ehf., um ákvörðun breska tónlistarmannsins að spila ekki í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í Reykjavík vegna þess að þar er boðið upp á kjöt. Það var Nútíminn sem greindi fyrstur frá þessu máli hér á landi í gærkvöldi en þar er vitnað í yfirlýsingu frá tónlistarmanninum sem birtist á vef aðdáenda hans sem nefnist True to You. Halldór Kvaran hafði staðið í samningaviðræðum við Morrissey um tónleika í Hörpu en þær strönduðu á því samningsatriði að boðið er upp á kjöt í Hörpu. „Mér skilst að hann spili ekki á stöðum þar sem kjöt er selt og við getum náttúrlega ekki stjórnað því að hvað er á matseðlinum í Hörpu. Þannig að Harpan er dottin út sem möguleiki og við erum að kíkja eftir því hvort það sé einhver annar staður sem við getum notað. Það er ekki flóknara en það,“ segir Halldór. Morrissey er þekktur fyrir andstöðu sína gegn kjötáti en í fyrra sagðist hann ekki sjá mun á barnaníð og kjötáti þegar hann satt fyrir svörum á fyrrnefndri síðu aðdáenda hans True To You. „Þetta er eins og að segja að ég myndi ekki spila í einhverju húsi ef rafmagnið er fengið úr kjarnorku. Þannig að Harpan er ekki möguleiki í þessu tilfelli. Við erum að kíkja hvort við finnum eitthvað annað eða við gefum þetta frá okkur,“ segir Halldór hjá RR ehf. sem hefur staðið fyrir tónleikum hér á landi með hljómsveitum á borð við Metallica, Iron Maiden, Robbie Williams, Elton John, David Bowie og fleirum.
Tónlist Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira