Innlent

„Það breytist ekkert ef frambjóðendur kerfisins verða kosnir"

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Hildur Þórðardóttir, forsetaframbjóðandi.
Hildur Þórðardóttir, forsetaframbjóðandi.
Hildur Þórðardóttir forsetaframbjóðandi segir ástæðu lítils stuðnings sé umfjöllun fjölmiðla um ákveðna frambjóðendur – svokallaða „frambjóðendur kerfisins“. Hildur mælist, ásamt sjö öðrum sem tilkynnt hafa um framboð, með þriggja prósenta fylgi í nýrri skoðanakönnun MMR.

„Þessar niðurstöður sýna greinilega hvernig fjölmiðlar stýra umræðunni. Hvernig þeir fjalla eingöngu um þá frambjóðendur sem eru þóknanlegir kerfinu og vilja engar breytingar. En þeir frambjóðendur sem vilja breytingar, það er þaggað niður í þeim eða þeir niðurlægðir,“ sagði Hildur þegar Vísir leitaði viðbragða frá henni við þessari nýjustu skoðanakönnun.

„Fólkið veit ekki af þessum frambjóðendum og þannig er kerfið að viðhalda sjálfu sér. Það er fólksins að sjá í gegnum þetta. Fólk á að sjá í gegnum þetta. Það breytist ekkert ef frambjóðendur kerfisins verða kosnir, það mun ekkert breytast. Það verður hræðilegt ástand hérna,“ bætir Hildur við.

Þeir einstaklingar sem samanlagt mældust með þriggja prósenta fylgi í könnun MMR er Ari Jósepsson, Ástþór Magnússon, Baldur Ágústsson, Elísabet Jökulsdóttir, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Hildur Þórðardóttir, Magnús Ingiberg Jónsson og Sturla Jónsson.

Ari og Baldur hafa dregið framboð sín til baka en Magnús Ingiberg náði ekki tilskildum fjölda undirskrifta og á því von á að framboð sitt verði ógilt, en hyggst kæra framkvæmd kosninganna.


Tengdar fréttir

Guðni Th. enn með langmest fylgi

Guðni Th. Jóhannesson heldur forystunni með 65,6 prósent fylgi. Næstur á eftir honum er Davíð Oddsson með 18,1 prósent fylgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×