"Stenst ekki bókstaf íslenskra laga" Hjörtur Hjartarson skrifar 15. júní 2013 18:43 Dorrit Moussaief segist hafa ákveðið að breyta um lögheimili þegar útlit var fyrir að eiginmaður hennar myndi láta af störfum sem forseti Íslands. Lögheimilisflutningur hennar til Bretlands var hinsvegar ekki staðfestur fyrr en hálfu ári eftir að Ólafur var endurkjörinn. Íslensk lög heimila ekki hjónum að hafa sitthvort lögheimilið nema þau hafi slitið samvistir Að því er fram kemur í Fréttablaðinu í morgun munu forsetahjónin ekki hafa slitið samvistir en engu að síður voru engar athugasemdir gerðar við lögheimilisflutning Dorritar til Bretlands í desember, hvorki hjá Hagstofunni né Þjóðskrá. Sigurður Líndal, prófessor telur að þessi gjörningur standist ekki íslensk lög. "Nei, mér finnst það nú varla standast bókstaf íslenskra laga. Loks má minnast á ákvæði 7.greinar, sem er kannski kjarni málsins hér og það er að hjón eiga sama lögheimili. Þetta stendur hér og það eru ekki sjáanlegar neinar undantekningar frá því sem máli skipta." Í yfirlýsingu sem Dorrit sendi frá sér í dag segir meðal annars að ákvörðunin hafi verið tekin þegar útlit var fyrir að Ólafur Ragnar myndi ekki bjóða sig fram sem forseta og þar af leiðandi gæfist henni meira ráðrúm til að sinna fyrri störfum sínum í London. Fjölmiðlar greindu frá því í september 2011 að þau hjónin hefðu keypt einbýlishús í Mosfellsbæ sem ýtti undir sögusagnir þess efnis að þau ætluðu að færa sig um set frá Bessastöðum. Ólafur Ragnar ákvað hinsvegar að bjóða sig fram á ný og var endurkjörinn í júní 2012. Hálfu ári síðar var lögheimilisflutningur Dorritar staðfestur. Fram hefur komið að Dorrit greiddi ekki auðlegðaskatt hérlendis á meðan hún hafði hér lögheimili. Lögmaður sem sérhæfir sig í skattalögum sagði í samtali við fréttastofu í dag að grunnreglan sé sú að allir íslenskir ríkisborgarar með heimilisfesti hér, eigi að borga skatt af öllum sínum tekjum og eignum, hvar sem þær eiga uppruna sinn í heiminum. Í yfirlýsingunni forsetafrúarinnar kemur einnig fram að lögheimilisflutningurinn hafi verið gerður á grundvelli sextugustu og þriðju grein tekjuskattslaga sem tekur helst til mála erlendra ríkisborgara. Sigurður Líndal telur það langsótt að heimfara efni hennar upp á lögheimilismál. "Þannig að mér sýnist að það þurfi ítarlegri röksemdir en komið hafa fram til þess að þetta geti staðist þannig að óyggjandi sé", sagði Sigurður. Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira
Dorrit Moussaief segist hafa ákveðið að breyta um lögheimili þegar útlit var fyrir að eiginmaður hennar myndi láta af störfum sem forseti Íslands. Lögheimilisflutningur hennar til Bretlands var hinsvegar ekki staðfestur fyrr en hálfu ári eftir að Ólafur var endurkjörinn. Íslensk lög heimila ekki hjónum að hafa sitthvort lögheimilið nema þau hafi slitið samvistir Að því er fram kemur í Fréttablaðinu í morgun munu forsetahjónin ekki hafa slitið samvistir en engu að síður voru engar athugasemdir gerðar við lögheimilisflutning Dorritar til Bretlands í desember, hvorki hjá Hagstofunni né Þjóðskrá. Sigurður Líndal, prófessor telur að þessi gjörningur standist ekki íslensk lög. "Nei, mér finnst það nú varla standast bókstaf íslenskra laga. Loks má minnast á ákvæði 7.greinar, sem er kannski kjarni málsins hér og það er að hjón eiga sama lögheimili. Þetta stendur hér og það eru ekki sjáanlegar neinar undantekningar frá því sem máli skipta." Í yfirlýsingu sem Dorrit sendi frá sér í dag segir meðal annars að ákvörðunin hafi verið tekin þegar útlit var fyrir að Ólafur Ragnar myndi ekki bjóða sig fram sem forseta og þar af leiðandi gæfist henni meira ráðrúm til að sinna fyrri störfum sínum í London. Fjölmiðlar greindu frá því í september 2011 að þau hjónin hefðu keypt einbýlishús í Mosfellsbæ sem ýtti undir sögusagnir þess efnis að þau ætluðu að færa sig um set frá Bessastöðum. Ólafur Ragnar ákvað hinsvegar að bjóða sig fram á ný og var endurkjörinn í júní 2012. Hálfu ári síðar var lögheimilisflutningur Dorritar staðfestur. Fram hefur komið að Dorrit greiddi ekki auðlegðaskatt hérlendis á meðan hún hafði hér lögheimili. Lögmaður sem sérhæfir sig í skattalögum sagði í samtali við fréttastofu í dag að grunnreglan sé sú að allir íslenskir ríkisborgarar með heimilisfesti hér, eigi að borga skatt af öllum sínum tekjum og eignum, hvar sem þær eiga uppruna sinn í heiminum. Í yfirlýsingunni forsetafrúarinnar kemur einnig fram að lögheimilisflutningurinn hafi verið gerður á grundvelli sextugustu og þriðju grein tekjuskattslaga sem tekur helst til mála erlendra ríkisborgara. Sigurður Líndal telur það langsótt að heimfara efni hennar upp á lögheimilismál. "Þannig að mér sýnist að það þurfi ítarlegri röksemdir en komið hafa fram til þess að þetta geti staðist þannig að óyggjandi sé", sagði Sigurður.
Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira