Lífið

"Mér þykir vænt um Ólaf Ragnar“

Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar
Pétur Jóhann í hlutverki Ólafs Ragnars.
Pétur Jóhann í hlutverki Ólafs Ragnars.
Í næsta þætti Bara grín verður farið yfir sögu Vaktar-seríanna sem innihéldu bæði húmor og dramatík. Pétur Jóhann Sigfússon, sem fór með hlutverk hins óborganlega bensínafgreiðslumanns Ólafs Ragnars, segir dramatík alltaf svolítið fyndna.

„Vinsældir þáttanna komu mér ekki á óvart. Að þeim stóð hópur skemmtilegs fólks og þau gátu bara ekki klikkað,“ segir Pétur, sem er enn í nánu sambandi við Ólaf Ragnar.

„Mér þykir sérstaklega vænt um Ólaf Ragnar því persónan stendur nærri mér. Í henni er mikið af sjálfum mér og því er alltaf stutt í Ólaf,“ segir Pétur og brosir góðlátlega.

Pétri vefst tunga um tönn þegar hann er spurður út í fyndnasta atriðið úr Vaktar-seríunum.

„Ætli það sé ekki atriðið þegar Georg Bjarnfreðarson kom úr kröfugöngu 1. maí. Þá spurði Ólafur hvernig hefði verið í skrúðgöngunni. Senan sem kemur á eftir, þegar Georg útskýrir muninn á skrúðgöngu og kröfugöngu, var óborganleg og svo vel gerð. Það gerðist svo vissulega margt fyndið við tökur á Vaktinni en við vorum nógu miklir fagmenn til að halda niðri í okkur hlátrinum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×