Innlent

Mál St.Jósefspítala á byrjunarreit

Linda Blöndal skrifar
Rósa segir málið vera í forgangi hjá meirihlutanum í bænum, húsið sé til dæmis að skemmast.  En hvort húsið verður selt eða hvað verður þar í framtíðinni veit enginn enn og málið á nokkurs konar byrjunarreit á ný. Rósa sagði marga vilja sjá þar heilbrigðistengda starfsemi en líklega væri best að fá fyrst verðmat á húsið og meta svo framhaldið. 



Tilkynnt um sölu hússins 



Ríkið á 85 prósent í húsnæði spítalans fyrrverandi og Hafnarfjarðarbær það sem eftir er. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra beindi því í febrúar síðastliðnum til Fasteigna ríkissjóðs að auglýsa St. Jósefsspítali í Hafnarfirði til sölu og tilkynnti það í tölvupósti til fyrrverandi bæjarstjóra, Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur.  Áður hafði komið tilkynning frá heilbrigðisráðuneytinu að það mynd ekki leggjast gegn sölu á húsinu og engir fyrirvarar eins og áður gagnvart því.



Guðrún Ágústa sendi þó fjármálaráðherra bréf í vor til að ýta á eftir málinu og ítreka að samráð yrði haft við bæjaryfirvöld.  

 

Flakkar á milli ráðuneyta 



Fyrri ríkisstjórn ákvað að ekki yrði heilbrigðisstarfsemi áfram í húsinu og var því málið því ekki formlega á vegum velferðarráðuneytisins lengur þegar Kristján Þór tók við og því fór málið til Fjármálaráðuneytis þar sem það er enn. 



Auglýsing um sölu tilbúin 



Auglýsing um söluna hefur legið tilbúin hjá Fasteignum ríkisins, samkvæmt heimildum féttastofu en hjá Fjármálaráðuneytinu fást þær upplýsingar að ræða eigi frekar við Hafnarfjarðarbæ og ná sameiginlegri lendingu. Málið er því á ný allt opið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×