„Hann kallaði mig helvítis útlending“ Baldvin Þormóðsson skrifar 16. mars 2014 19:00 Bessem vill vekja athygli á stöðu strætisbílstjóra og þeirri hættu sem þeir geta lent í. vísir/gva Farþegar í strætisvagni frá Hamraborg niður Kringlumýrarbraut urðu vitni að vægast sagt leiðinlegu atviki í gær þegar einn farþeganna réðst á vagnstjórann á miðri ferð strætisvagnsins. „Þarna sköpuðust stórhættulegar aðstæður,“ segir Bessem Aref, vagnstjóri en vagninn var á mikilli ferð þegar árásin átti sér stað. „Ég notaði bara vinstri hendina á stýrið og hægri til þess að halda honum frá mér.“ Ástæða árásarinnar segir Bessem hafa verið vegna þess að hann hafi neitað öðrum manni far með vagninum þar sem sá maður vildi ekki borga fullt fargjald. „Hann gat ekki borgað fargjaldið, ég sagði honum bara að ég þyrfti að fylgja þeim reglum sem mér eru settar,“ segir Bessem. „Það þurfa allir að borga sama fargjald.“ Bessem vísaði síðan manninum út. Reiddist þá einn farþeganna og fór að kalla Bessem öllum illum nöfnum. „Hann sagði að ég væri helvítis útlendingur. Hann spurði mig hvers vegna ég hafi ekki gefið manninum far og hélt síðan áfram að hrópa á mig,“ segir Bessem. „Síðan kemur hann upp að mér og kýlir mig.“„Við erum alltaf í hættu á að eitthvað svona komi fyrir“ Farþegar vagnsins voru skiljanlega mjög skelkaðir þegar árásin átti sér stað. „Fólk var farið að hrópa á hann að hætta þessu, sumir tóku myndband á símana sína,“ segir Bessem en hann náði að stöðva vagninn við Kringluna og koma manninum út. „Þegar hann var kominn út úr vagninum þá stóð hann bara og sagði mér að koma út, hann langaði til þess að slást við mig. Hann hélt áfram að kalla á mig og kalla mig útlending,“ segir Bessem sem vill vekja athygli á stöðu strætisbílstjóra. „Við erum alltaf í hættu á að eitthvað svona komi fyrir. Þetta er gríðarlega mikið álag, sérstaklega á kvöldin,“ segir Bessem. „Við verðum að fylgja verklagsreglum en við getum ekkert gert ef einhver fer að hóta okkur.“ Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sjá meira
Farþegar í strætisvagni frá Hamraborg niður Kringlumýrarbraut urðu vitni að vægast sagt leiðinlegu atviki í gær þegar einn farþeganna réðst á vagnstjórann á miðri ferð strætisvagnsins. „Þarna sköpuðust stórhættulegar aðstæður,“ segir Bessem Aref, vagnstjóri en vagninn var á mikilli ferð þegar árásin átti sér stað. „Ég notaði bara vinstri hendina á stýrið og hægri til þess að halda honum frá mér.“ Ástæða árásarinnar segir Bessem hafa verið vegna þess að hann hafi neitað öðrum manni far með vagninum þar sem sá maður vildi ekki borga fullt fargjald. „Hann gat ekki borgað fargjaldið, ég sagði honum bara að ég þyrfti að fylgja þeim reglum sem mér eru settar,“ segir Bessem. „Það þurfa allir að borga sama fargjald.“ Bessem vísaði síðan manninum út. Reiddist þá einn farþeganna og fór að kalla Bessem öllum illum nöfnum. „Hann sagði að ég væri helvítis útlendingur. Hann spurði mig hvers vegna ég hafi ekki gefið manninum far og hélt síðan áfram að hrópa á mig,“ segir Bessem. „Síðan kemur hann upp að mér og kýlir mig.“„Við erum alltaf í hættu á að eitthvað svona komi fyrir“ Farþegar vagnsins voru skiljanlega mjög skelkaðir þegar árásin átti sér stað. „Fólk var farið að hrópa á hann að hætta þessu, sumir tóku myndband á símana sína,“ segir Bessem en hann náði að stöðva vagninn við Kringluna og koma manninum út. „Þegar hann var kominn út úr vagninum þá stóð hann bara og sagði mér að koma út, hann langaði til þess að slást við mig. Hann hélt áfram að kalla á mig og kalla mig útlending,“ segir Bessem sem vill vekja athygli á stöðu strætisbílstjóra. „Við erum alltaf í hættu á að eitthvað svona komi fyrir. Þetta er gríðarlega mikið álag, sérstaklega á kvöldin,“ segir Bessem. „Við verðum að fylgja verklagsreglum en við getum ekkert gert ef einhver fer að hóta okkur.“
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sjá meira