Fótbolti

"Furðuleg orð hjá Lars þegar hann syngur þjóðsönginn“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Vilhelm
Heimir Hallgrímsson sló á létta strengi á blaðamannafundi sem haldinn var eftir 2-1 sigur Íslands á Austurríki í gær.

Hann var spurður hvort að Lars Lagerbäck kynni íslenska þjóðsönginn enda sást í sjónvarpi að hann væri að syngja með.

„Já, hann hreyfir varirnar en það eru mjög furðuleg orð sem koma út hjá honum. En hann er að byrja að læra þjóðsönginn,“ sagði Heimir.

„Hann elskar stuðningsmannalagið okkar, Ég er kominn heim. Hann er að læra íslensku í gegnum tónlist og það er vel gert hjá honum.“

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×