"Framtíðin ekki björt í íslenska vísindageiranum“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 2. október 2013 19:46 „Framtíðin er ekki björt í íslenska vísindageiranum.“ Þetta segir einn fremsti vísindamaður landsins. Í nýjum fjárlögum er fallið frá tæplega þrettán hundruð milljóna króna framlagi í vísindi og rannsóknir. Hann segir ríkisstjórnina ganga þvert á stefnu sína í vísindamálum. Helst eru það þrjú verkefni sem finna fyrir þessu en öll eru þau tengd fjárfestingaráætlun síðustu ríkisstjórnar. Fallið er frá 200 milljóna króna hækkun í framlagi til Markáætlunar á sviði vísinda og tækni en markmið áætlunarinnar er að efla grunnrannsóknir. Þá er fallið frá 265 milljón króna framlagi af fyrirhuguðum 550 milljónum sem áttu að renna í Rannsóknar- og tæknisjóði RANNÍS, þessir sjóðir eru hryggjarstykki íslenskra vísinda- og tæknirannsókna. Í þriðja lagi fellur niður 800 milljóna króna fjárheimild sem ætluð var í byggingu Húss íslenskra fræða. Aðrar vísindastofnanir sem fá minna framlag eru Tilraunastöð Háskólans að Keldum (12 m.kr.), Háskóla- og rannsóknarstarfsemi (58,3 m.kr), Hafrannsóknarstofnun (21,8 m.kr) og Nýsköpunarmiðstö (8 m.kr). Gert er ráð fyrir að framlög í Rannsóknarsjóð og tæknisjóð minnki nokkuð á næstu árum. Um hundrað milljónir árið 2015 og 180 milljónir árið eftir. Vonast er til að hægt verði að efla þessa sjóði með aukinni fjárfestingu lífeyrissjóða í nýsköpunarverkefnum. Engu að síður þykir þessi þróun ekki heillavænleg meðal íslenskra vísindamanna enda er margra ára uppbygging doktorsnámsins hér á landi í húfi. „Þetta er ekki björt framtíð og þá sérstaklega ekki fyrir unga fólkið sem er að koma heim úr námi og vill hasla sér völl. Það sér að þeirra tækifæri eru að hverfa og á næstu tveimur árum munu enn fleiri möguleikar hverfa. Þannig að þetta er ekki góð framtíð sem við sjáum hér,“ segir Eiríkur Steingrímsson, erfðafræðingur. Eiríkur bendir á að fjárfesting í grunnrannsóknum sé afar ódýr en sé á sama tíma einhver verðmætasta nýsköpun sem völ er á. „Í rauninni gengur allur þessi niðurskurður í rannsóknarsjóði þvert gegn stefnu ríkisstjórnarinnar.“ Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
„Framtíðin er ekki björt í íslenska vísindageiranum.“ Þetta segir einn fremsti vísindamaður landsins. Í nýjum fjárlögum er fallið frá tæplega þrettán hundruð milljóna króna framlagi í vísindi og rannsóknir. Hann segir ríkisstjórnina ganga þvert á stefnu sína í vísindamálum. Helst eru það þrjú verkefni sem finna fyrir þessu en öll eru þau tengd fjárfestingaráætlun síðustu ríkisstjórnar. Fallið er frá 200 milljóna króna hækkun í framlagi til Markáætlunar á sviði vísinda og tækni en markmið áætlunarinnar er að efla grunnrannsóknir. Þá er fallið frá 265 milljón króna framlagi af fyrirhuguðum 550 milljónum sem áttu að renna í Rannsóknar- og tæknisjóði RANNÍS, þessir sjóðir eru hryggjarstykki íslenskra vísinda- og tæknirannsókna. Í þriðja lagi fellur niður 800 milljóna króna fjárheimild sem ætluð var í byggingu Húss íslenskra fræða. Aðrar vísindastofnanir sem fá minna framlag eru Tilraunastöð Háskólans að Keldum (12 m.kr.), Háskóla- og rannsóknarstarfsemi (58,3 m.kr), Hafrannsóknarstofnun (21,8 m.kr) og Nýsköpunarmiðstö (8 m.kr). Gert er ráð fyrir að framlög í Rannsóknarsjóð og tæknisjóð minnki nokkuð á næstu árum. Um hundrað milljónir árið 2015 og 180 milljónir árið eftir. Vonast er til að hægt verði að efla þessa sjóði með aukinni fjárfestingu lífeyrissjóða í nýsköpunarverkefnum. Engu að síður þykir þessi þróun ekki heillavænleg meðal íslenskra vísindamanna enda er margra ára uppbygging doktorsnámsins hér á landi í húfi. „Þetta er ekki björt framtíð og þá sérstaklega ekki fyrir unga fólkið sem er að koma heim úr námi og vill hasla sér völl. Það sér að þeirra tækifæri eru að hverfa og á næstu tveimur árum munu enn fleiri möguleikar hverfa. Þannig að þetta er ekki góð framtíð sem við sjáum hér,“ segir Eiríkur Steingrímsson, erfðafræðingur. Eiríkur bendir á að fjárfesting í grunnrannsóknum sé afar ódýr en sé á sama tíma einhver verðmætasta nýsköpun sem völ er á. „Í rauninni gengur allur þessi niðurskurður í rannsóknarsjóði þvert gegn stefnu ríkisstjórnarinnar.“
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira