Innlent

Framkvæmdastjóri Plastiðjunnar: „Við erum öll í sjokki“

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Plastiðjan stendur við Gagnheiði.
Plastiðjan stendur við Gagnheiði. Mynd/Páll Jökull Pétursson

Axel Óli Ægisson, framkvæmdastjóri Plastiðjunnar, segir fjárhagslegt tjón af völdum eldsvoðans hlaupa á hundruðum milljóna. Áfall hafi verið að horfa upp á lífsviðurværið brenna til kaldra kola.

„Dagurinn hefur verið sérstakur. Þetta er auðvitað svo nátengt okkur. Við erum mörg búin að vera þarna lengi, þannig að fyrirtækið er stór hluti af okkur," segir Axel í samtali við Vísi. „Við erum öll í sjokki, en erum þakklát starfsfólki slökkviliðsins fyrir hvað það stóð sig vel á vettvangi, unnu algjört þrekvirki."

Axel var staddur heima hjá sér þegar honum bárust fregnirnar. Einn var við störf í Plastiðjunni þegar eldurinn kom upp, en sakaði ekki. Fyrir það segist Axel afar þakklátur.

Heldur ótrauður áfram

„Núna er nóg af verkefnum sem bíða okkar, verkefni sem við höfum aldrei tekist á við áður. En við tökum þeim eins og þau koma. Það eru allir illa sofnir, og áttum öll erfitt með svefn, en núna taka bara við þessi næstu verkefni."

Aðspurður hver þau verkefni séu, segir hann:

„Uppbygging. Það kemur ekkert annað til greina."

Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni. Húsið er gjörónýtt og enn leynast í því eldglæður. „Það er ómögulegt að segja hvert fjárhagslegt tjón er, en líklega hleypur það á hundruðum milljóna," segir Axel.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×