Innlent

„Fljúgandi furðuhlutur“ í Árbænum

Valur Grettisson skrifar

Lesandi Vísis sendi ritstjórninni þetta athyglisverða myndband þar sem sjá má blikkandi ljós á næturhimninum. Myndbandið var tekið klukkan 18:45 í Árbænum í gærkvöld þegar myndatökurmaðurinn var að koma heim úr vinnunni.

Sjálfur telur hann að þarna sé um UFO að ræða, eða fljúgandi furðuhlut. Það skal látið ósagt frá hverju ljósið stafar, enda fjölmargt sem kemur til greina.

Sjón er sögu ríkara og við látum lesendum eftir að dæma frá hverju ljósið stafar.











Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×