Innlent

"Ég kalla þetta fríkeypis heilun“

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Þórgnýr segir það orðið prinsip mál að stinga niður fæti þegar eftirlit með almenningi er aukið.
Þórgnýr segir það orðið prinsip mál að stinga niður fæti þegar eftirlit með almenningi er aukið. mynd/afp/þórður sveinsson
Þórgnýr Thoroddsen, varaborgarfulltrúi Pírata og formaður ÍTR, lenti í stappi á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam er hann var á heimleið úr fræðsluferð menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur.

„Ég vissi að þarna hafði verið hætt með hefðbundin málmleitartæki og í staðinn eru notaðir líkamsskannar,“ segir Þórgnýr. Slíkt tæki tekur mynd af líkamanum með því að skjóta hátíðnibylgjum á hann. Með því sést hvort aðili er að fela eitthvað innan klæða. Þórgnýr hafði ekki áhuga á því að fara í slíka skönnun og óskaði eftir líkamsleit í staðinn.

„Öryggisvörðurinn krafði mig um gilda ástæðu fyrir þeirri afstöðu en eftir smá stapp var leitað á mér á gamla mátann. Ég kalla þetta fríkeypis heilun.“

Í kjölfar þessa hafi hann sent stjórnendum vallarins bréf og bent á vankanta málsins. Honum hafi borist svar frá öryggisyfirvöldum þar sem fram kemur að réttur farþega verði ítrekaður við öryggisverði flugvallarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×