Fótbolti

"Ég er Íslendingur og verð það áfram”

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eins og greint hefur verið frá í vikunni ákvað knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson að leika fyrir bandaríska landsliðið þar sem leikmaðurinn fæddist í Bandaríkjunum og bjó þar fyrstu þrjú ár ævi sinnar.

Einn okkar allra besti knattspyrnumaður allra tíma Ásgeir Sigurvinsson lék í áraraðir í Þýskalandi og varð Þýskalandsmeistari árið 1984.

Umræða spratt upp í Vestur-Þýskalandi hvort Ásgeir væri reiðubúinn að spila fyrir Þjóðverja og gerast þýskur ríkisborgari. Íslendingurinn bjó Í þýskalandi frá árunum 1981-1990 eða í níu ár. Ef áhugi hefði verið frá Ásgeiri að sækja um þýskan ríkisborgararétt hefði það líklega gengið í gegn.

Árið 2004 var reglum FIFA breytt á þann veg að leikmaður getur aðeins leikið fyrir eitt A-landslið á sínum ferli þó svo að hann breyti um ríkisborgararétt.

Í viðtali við þýska sjónvarpsstöð árið 1984 var leikmaðurinn spurður hvort hann hefði áhuga á að leika fyrir þýska landsliðið. Svar hans var afdráttarlaust og má sjá í spilaranum hér að ofan en viðtalið við Ásgeir kemur í lok myndbandsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×