Innlent

„Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar á þessu"

Jóhannes Stefánsson skrifar
Björn Bragi segist hafa misstigið sig í beinni útsendingu og hefur beðist afsökunar á ummælum sínum.
Björn Bragi segist hafa misstigið sig í beinni útsendingu og hefur beðist afsökunar á ummælum sínum. Craney
„Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1938 - að slátra Austurríkismönnum," sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í handbolta í útsendingu RÚV frá EM í handbolta.

„Þetta voru mjög óheppileg og ósmekkleg ummæli sem voru látin falla í hita leiksins," segir Björn Bragi.

Hann bætir við: „Þetta var dómgreindarbrestur og hugsunarleysi. Ég skil vel að fólk hafi móðgast og það á fullan rétt á því. Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar á þessu."

Að lokum segir Björn: „Maður er kannski oft er að láta einhverja brandara fljúga og sumir fara yfir markið og aðrir langt yfir markið. Þessi var bæði lélegur og ósmekklegur og átti ekki rétt á sér. Mér þykir þetta mjög leiðinlegt."

Hér fyrir neðan má sjá viðbrögð Twitter notenda við málinu:


Tengdar fréttir

Líkti landsliðinu við nasista

"Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum," sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í handbolta rétt í þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×