Sport

„Conor verður laminn illa og mun sjálfur stöðva bardagann“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Rafael dos Anjos og Conor McGregor mætast fimmta mars.
Rafael dos Anjos og Conor McGregor mætast fimmta mars. vísir/getty
Rafael Cordeiro, þjálfari UFC-bardagakappans Rafaels dos Anjos, telur nokkuð víst að Conor McGregor muni gefast upp þegar þeir mætast í titilbardaga í léttvigtinni fimmta mars.

Írski Íslandsvinurinn Conor McGregor stefnir að því að verða fyrsti maðurinn sem heldur tveimur heimsmeistaratitlum, en hann varð heimsmeistari í fjaðurvigt í desember þegar hann rotaði Jose Aldo eftir tólf sekúndur.

Conor rotar Aldo á tólf sekúndum:


Conor hefur tapað tveimur bardögum á ferlinum, en það var snemma á hans ferli. Hann tapaði árið 2008 og 2010 með hengingartaki og þjálfari Dos Anjos telur að sinn maður verði sá þriðji sem fær írska vélbyssukjaftinn til að gefast upp.

„Við trúm því að Rafael geti lamið Conor illa. Þetta verður kannski í fyrsta sinn sem Conor biður sjálfur um að stöðva bardaga [í UFC],“ segir Cordeiro í viðtali við Combate.

„Eins og ég lít á þetta verður Rafael í fínum málum. Hann hlakkar til að takast á við McGregor sem hefur aldrei mætt neinum eins og Rafael,“ segir Rafael Cordeiro.

MMA

Tengdar fréttir

Conor rífst við þungavigtarmeistarann

Írinn kjaftfori, Conor McGregor, er á góðri leið að fá alla bardagamenn í UFC, fyrir utan Gunnar Nelson, upp á móti sér. Nú síðast hjólaði hann í þungavigtarmeistarann, Fabricio Werdum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×