Fótbolti

Xabi Alonso hættur með landsliðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alonso í leik gegn Portúgal á HM 2010.
Alonso í leik gegn Portúgal á HM 2010. Vísir/Getty
Spænski miðjumaðurinn Xabi Alonso er búinn að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir feril sem spannaði 11 ár. Hann tilkynnti um þessa ákvörðun sína á Twitter í dag.

Alonso, sem leikur með Real Madrid, þreytti frumraun sína með landsliðinu í 4-0 sigri gegn Ekvador í 30. apríl 2003. Hann lék alls 114 landsleiki og skoraði í þeim 16 mörk, en tvö þeirra komu í hans 100. landsleik, gegn Frakklandi í átta-liða úrslitum á EM 2012.

Alonso var í sigurliði Spánverja á EM 2008 og 2012 og HM 2010. Hann lék sinn síðasta landsleik í 3-0 sigri gegn Ástralíu á HM í Brasilíu í sumar.

Alonso hefur einnig leikið fimm leiki fyrir landslið Baska, en hann hóf ferilinn hjá Real Sociedad í Baskalandi.

Alonso í síðasta landsleiknum.Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×