Lífið

Will Ferrell spilar með ofurhljómsveit

Will Ferrell er einstakur kúabjölluleikari.
Will Ferrell er einstakur kúabjölluleikari. Mynd/Skjáskot
Leikarinn Will Ferrell og trommuleikari Red Hot Chili Peppers,Chad Smith ákváðu að grafa stríðsöxina um stund á góðgerðartónleikum sem fram fóru í Seattle undir nafninu Cancer For College in Seattle.

Þeir tveir hafa undanfarið átt í deilum og ekki fyrir svo löngu síðan fóru þeir í mikið trommueinvígi, en það fór fram í  í spjallþætti Jimmy Fallon.

Ferrell og Smith sáu um að láta taktinn ganga á tónleikunum þegar að hljómsveitin þeirra, sem þeir kölluðu I Pissed My Pants tók meðal annars Rolling Stones lagið Honky Tonk Woman.

Hljómsveitina, sem er sannkölluð ofurhljómsveit, skipa ásamt þeim tveimur söngkonan Brandi Carlile, Mike McCready úr Pearl Jam, Duff McKagan úr Guns N’ Roses' og Stefan Lessard úr Dave Matthews Band.

Sveitin lék einnig annað Rolling Stones lag, lagið Jumpin Jack Flash.

Hér fyrir neðan má sjá myndband þegar hljómsveitin leikur lagið Honky Tonk Woman.


Tengdar fréttir

Trommueinvígi aldarinnar

Leikarinn Will Ferrell og Chad Smith trommuleikari Red Hot Chili Peppers etja kappi í trommuleik






Fleiri fréttir

Sjá meira


×