Fótbolti

Wenger: Við búum í frumskógi þar sem allir vilja éta þig

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arsene Wenger.
Arsene Wenger. vísir/getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, vill að sýnir menn haldi sér á jörðinni þrátt fyrir frábært gengi á síðustu vikum en liðið er búið að vinna sjö leiki í röð í öllum keppnum.

Arsenal er ekki búið að tapa leik síðan það lá í valnum gegn Liverpool á heimavelli í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Það gerði svo jafntefli við Leicester en er búið að vinna sex í röð í deildinni.

Nýliðar Middlesbrough mæta á Emirates-völlinn á laugardaginn þar sem Arsenal getur unnið sjöunda deildarleikinn í röð. Skytturnar ættu að vera fullar sjálfstrausts eftir 6-0 sigur á búlgörsku meisturunum í Ludogorets í Meistaradeildinni í vikunni.

„Ég trúi að auðmýkt sé að maður trúi að maður þarf að byrja alltaf frá núlli fyrir hvern leik,“ sagði Wenger á blaðamannafundi sínum fyrir leikinn gegn Middlesbrough í dag.

„Við búum í frumskógi þar sem alir vilja borða þig. Maður heldur sér bara á lífi með árvekni. Um það snýst enska úrvalsdeildin,“ sagði Arsene Wenger.

Frkakinn sagði á blaðamannafundinum að Santi Cazorla er tæpur fyrir leikinn eftir að fá högg gegn Ludogorets en Granit Xhaka tekur út fyrsta leikinn í banni sínu fyrir rauða spjaldið sem hann fékk á móti Swansea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×