Lífið

Vörur í Leifsstöð breytast í listaverk

Baldvin Þormóðsson skrifar
Kristín María segir það vera vinsælt að ljósmynda verkið frá útsýnispallinum.
Kristín María segir það vera vinsælt að ljósmynda verkið frá útsýnispallinum. mynd/aðsend
„Ég vinn með hluti og umhverfi með gagnvirkni og skynjun í huga,“ segir upplifunarhönnuðurinn Kristín María Sigþórsdóttir en hún vann ansi áhugavert verkefni fyrir Flugstöð Leifs Eiríkssonar á dögunum.

„Verkið samanstendur af yfir þrjú þúsund íslenskum vörum sem fást á Keflavíkurflugvelli,“ segir Kristín María en einnig er myndarlegur útsýnispallur sem að hægt er að stíga upp á og horfa á verkið ofan frá.

„Fólk á það til að taka mynd af pallinum,“ segir hönnuðurinn og hlær en hún er ekki óvön slíkum innsetningum. Kristín María lærði sína iðju í Central Saint Martins í London og fékk jafnframt hönnunarverðlaun Grapevine fyrir viðburðinn Eins og í sögu sem var valið verkefni ársins 2013.

Verkið hefur vakið verðskuldaða athygli gesta flugstöðvarinnar.mynd/aðsend
Hvað er upplifunarhönnun?

„Ég hanna rými, sýningar og viðburði bæði fyrir fyrirtæki í menningarlegu samhengi og fyrir fyrirtæki og stofnanir,“ segir Kristín en hvað er upplifunarhönnun? 

„Það er ferli þar sem rými, hlutur eða ákveðin hugmynd er skoðuð í samhengi við upplifun neytandans. Tilgangurinn er að finna leið til að skapa aðstæður sem hafa ákveðin áhrif á líðan fólks og oft er markmiðið að hvetja til samskipta og gagnvirkrar þáttöku þeirra sem upplifa.“

Verkið samanstendur af 3000 vörum úr fríhöfninni.mynd/aðsend
Nóg að skoða myndirnar

Þeim sem eiga leið í gegnum flugstöðina er bent á þetta áhugaverða verk en þeir sem eru ekki á leið til fjarlægra landa geta látið sér nægja að skoða meðfylgjandi myndir.

Verkið skapar svo sannarlega upplifun hjá áhorfandanum.mynd/aðsend





Fleiri fréttir

Sjá meira


×