Fótbolti

Voru 2-0 undir á 80. mínútu en unnu 3-2 og fóru áfram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Selfyssingar verða í pottinum á mánudaginn eftir lygilega endurkomu.
Selfyssingar verða í pottinum á mánudaginn eftir lygilega endurkomu. vísir/daníel
Selfoss varð í kvöld sjöunda liðið til að tryggja sig í átta liða úrslit Borgunarbikars-kvenna, en Selfoss vann ótrúlegan 3-2 sigur á Val á heimavelli í dag.



Elín Metta Jensen kom Valsstúlkum yfir á fjórtándu mínútu leiksins og þannig stóðu leikar í hálfleik.



Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði annað mark Vals í upphafi síðari hálfleiks, nánar tiltekið á 48. mínútu, en heimastúlkur voru ekki af baki brottnar.



Lauren Elizabeth Hughes minnkaði muninn tíu mínútum fyrir leikslok og hún var svo aftur á ferðinni í uppbótartíma þegar hún jafnaði metin.

Heiðdís Sigurjónsdóttir reyndist svo hetja heimastúlkna í uppbótartíma og lygileg endurkoma þeirra staðreynd, en þær skoruðu þrjú mörk frá 80. mínútu og þangað til yfir lauk.

Selfoss verður því í hattinum ásamt ÍBV, Breiðablik, Fylki, Haukum, Stjörnunni og Þór/KA. Á morgun mætast svo HK/Víkingur og Þróttur.

Markaskorar og úrslit eru fengin frá úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×