Fótbolti

Vitnaði í JFK og Churchill í kveðjubréfi sínu

Sinisa Mihajlovic.
Sinisa Mihajlovic. vísir/getty
Sinisa Mihajlovic er hættur að þjálfa Sampdoria og kvaddi með afar sérstöku bréfi.

Hann kvaddi liðið eftir tvö ár við stjórnvölinn en liðið hafnaði í sjöunda sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar á nýliðinni leiktíð.

Í kveðjubréfinu ítarlega talar hann meðal annars um hvað John F. Kennedy, fyrrum Bandaríkjaforseti, hafði mikil áhrif á líf sitt. JFK var skotinn til bana árið 1963.

Mihajlovic sagði meðal annars við leikmenn sína að þeir ættu ekki að spyrja hvað Sampdoria gæti gert fyrir þá heldur hvað þeir gætu gert fyrir Sampdoria. Tilvitnun í frægustu línu JFK.

Á ferli sínum hefur Mihajlovic verið duglegur að vitna í JFK, Winston Churchill, Che Guevara og jafnvel Robin Williams.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×