Innlent

VÍS lokar sex útibúum á landsbyggðinni

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Höfuðstöðvar VÍS í Reykjavík.
Höfuðstöðvar VÍS í Reykjavík. Mynd/VÍS
VÍS mun á næstu vikum loka sex útibúum á landsbyggðinni en þau eru í Hveragerði, Vík í Mýrdal, Bíldudal, Þingeyri og Þórshöfn. Þá verður öðru útibúinu í Fjallabyggð líka lokað.

„Víðsvegar um landið hefur VÍS verið með samninga við umboðsaðila, til að mynda inni í bönkum og sparisjóðum. Það kerfi er í endurskoðun og því hefur samningum við umboðsaðila verið sagt upp. Verið er að samræma þjónustu í umdæmunum og gera nýja samninga samhliða því“, segir Björn Friðrik Brynjólfsson, fjölmiðlafulltrúi og bætir því við að fulltrúar VÍS á smærri stöðum hafa sinnt því hlutverki sem eins konar aukabúgrein samhliða öðrum störfum sínum.

„Ætlunin er að ljúka vinnu við endurskipulagninguna á næstu vikum og er stefna VÍS sem fyrr að þjónusta viðskiptavini um allt land af alúð og umhyggju“, segir Björn Friðrik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×