Innlent

Viltu láta greina fornmun í þinni eigu?

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá einum af greiningardögum Þjóðminjasafnsins.
Frá einum af greiningardögum Þjóðminjasafnsins. Vísir/Valli
Greiningardagur er í Þjóðminjasafninu í dag frá klukkan 14 til 16 en þá býðst almenningi að koma með eigin gripi í greiningu til sérfræðinga safnsins.

Greiningin er ókeypis en safnið biður fólk um að koma aðeins með 1 til 2 gripi og taka númer í afgreiðslu safnsins. Aðeins 40 gestir komast að.

Greiningardagar Þjóðminjasafnsins hafa verið vel sóttir og hefur margt fróðlegt komið í ljós. Eigendur munanna taka þá auðvitað aftur með sér heim eftir greiningu og myndatöku en greiningin snýst um aldur, efni og uppruna gripanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×