Vill skođa hvort snúa beri flóttafólki til síns heima strax í Leifsstöđ

 
Innlent
14:54 01. MARS 2016
Ásmundur veigrar sér ekki viđ ađ vekja máls á viđkvćmu máli, jafnvel ţó ţađ kosti ađ fjölmiđlar og
Ásmundur veigrar sér ekki viđ ađ vekja máls á viđkvćmu máli, jafnvel ţó ţađ kosti ađ fjölmiđlar og "góđa fólkiđ" rífi hann á hol.
skrifar

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að skoða þurfi af fullri alvöru hvort rétt sé að snúa hælisleitendum til síns heima strax við komu þeirra til landsins. Ræða þurfi mögulegar breytingar á opnum landamærum landsins.

Þetta sagði hann í umræðu sem er undir dagskrárliðinum „Störf þingsins“ nú áðan. Ásmundur benti á að flóttamannastraumurinn til Evrópu væri stórkostlegt vandamál og Svíar sem og Danir hafi þurft að grípa til þess að takmarka komu flóttafólks yfir sín landamæri.

„Verðum við að fara að ráðum Svía og Dana og takmarka aðgengi fólks til landsins eins og var áður en Schengen-samstarfið varð að veruleika?“ spurði þingmaðurinn. Og hélt svo áfram: „Það er mikilvægt að við skoðum það hvort að það sé nauðsynlegt á þessari stundu að hælisleitendum sé snúið við í Keflavík og þeir sendir aftur til síns heima.

Ásmundur sagðist ekki vera slíkur maður að veigra sér við að taka erfiða umræðu. „Maður er rifinn í sig af góða fólkinu og fjölmiðlum ef maður þorir að opna munninn og hafa skoðun. Fólkið í landinu þorir ekki að hafa opinbera skoðun á þessum málum.“

Tilefni orða þingmannsins eru hótanir hælisleitanda um að hann myndi kveikja í sér. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun sótti maðurinn um hæli hér í janúar síðastliðnum og hefur umsókn hans þegar verið afgreitt. Málsmeðferðin tók sex vikur en stofnunin neitar að gefa upp hverjar málalyktir hefðu verið.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Vill skođa hvort snúa beri flóttafólki til síns heima strax í Leifsstöđ
Fara efst