Lífið

Vill komast í gagnagrunn Séð og Heyrt í Danmörku

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Skemmtikrafturinn og Klovn-leikarinn Casper Christensen er ekki parsáttur við Séð og Heyrt í Danmörku og krefst þess nú að blaðið afhendi allar þær persónuupplýsingar sem til eru um hann í gagnagrunni fyrirtækisins.

Christensen kærði blaðið til lögreglunnar fyrr á árinu þegar upp komst að starfsmaður blaðsins, sem áður starfaði hjá IBM, hafði enn aðgang að netbönkum bankans og gat því aflað upplýsinga um kreditkortanotkun stjarnanna, þar á meðal Klovn-leikarans. Þá hafði blaðið einnig upplýsingar um kreditkortanotkun dönsku konungsfjölskyldunnar svo eitthvað sé nefnt. 

„Það er forvitnilegt að vita hvaða upplýsingar blaðið  býr yfir. Ef þarna eru rangar upplýsingar en ekki hafa enn verið birtar í blöðunum vil ég fá að leiðrétta þær áður en þær fara í birtingu. Eftir IBM-málið, sem búið er að leysa, er ég rosalega forvitinn að vita hvaðan blaðið fær þessar upplýsingar í dag,“ sagði Christensen við Politiken.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×