FIMMTUDAGUR 30. MARS NÝJAST 20:30

Pochettino: Útilokađ ađ ég taki viđ Barcelona

SPORT

Vilja ţjónustu og farsímasenda

 
Innlent
07:00 13. FEBRÚAR 2016
Ţótt Suđurstrandarvegur milli Grindavíkur og Ţorlákshafnar sé greiđfćr á sumrin er ekki sömu sögu ađ segja allan veturinn.
Ţótt Suđurstrandarvegur milli Grindavíkur og Ţorlákshafnar sé greiđfćr á sumrin er ekki sömu sögu ađ segja allan veturinn. VÍSIR/GVA

Bæjarráð Ölfuss tekur undir áskorun bæjarráðs Árborgar til Vegagerðarinnar frá því í janúarlok um að breytt verði skilgreiningum á vetrarþjónustu á Suðurstrandarvegi. Farið er fram á að þjónusta á veginum verði færð upp um þjónustuflokk.

„Miðað við umferð ætti Suðurstrandarvegur að vera í þjónustuflokki 3 og vera með vetrarþjónustu 5 daga vikunnar.

Vegna tíðra lokana Suðurlandsvegar á Hellisheiði og í Þrengslum er mjög brýnt að hafa möguleika á að beina umferð um Suðurstrandarveg,“ segir í bókun bæjaráðs Árborgar. „Lokanir á Suðurlandsvegi hafa mikil og neikvæð áhrif á íbúa og fyrirtæki á svæðinu og er nauðsynlegt að hafa aðra leið færa milli Suðurlands og höfuðborgarsvæðisins/Suðurnesja.“

Bæjarráð Ölfuss hefur nú falið bæjarstjóra sínum að fylgja málinu eftir við Vegagerðina og áréttar jafnframt að til að tryggja öryggi vegfarenda og út frá almannavarnasjónarmiðum þurfi sem fyrst að ráðast í uppsetningu senda á Suðurstrandarvegi og Þrengslavegi. „En stór hluti Suðurstrandarvegar og hluti Þrengslavegar eru utan farsímasambands,“ segir í bókun bæjarráðsins á fundi þess 11. þessa mánaðar. Bókunin var samþykkt samhljóða. 


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Vilja ţjónustu og farsímasenda
Fara efst