Innlent

Vilja Sjálfstæðisflokk til að annast lagamál

sveinn arnarsson skrifar
Bjarni Benediktsson Formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson Formaður Sjálfstæðisflokksins. Fréttablaðið/GVA
Flestir, eða 38,6 prósent aðspurðra, telja Sjálfstæðisflokkinn best til þess fallinn að leiða málaflokkinn „lög og regla almennt“, af þeim sem tóku þátt í könnun MMR um hvaða flokkar væru best til þess fallnir að leiða ýmsa málaflokka.

Aðeins 7,8 prósent aðspurðra telja Framsóknarflokkinn best til þess fallinn að leiða þann málaflokk.

Nærri fjórir af hverjum tíu telja Vinstri græna best til þess fallna að stýra umhverfismálum.

Einnig var fylgi flokkanna mælt í sömu könnun. Samkvæmt þeirri könnun er Framsóknarflokkurinn með minnst fylgi þeirra flokka sem eru á Alþingi. 9,4 prósent myndu kjósa flokkinn nú samkvæmt könnuninni. Sjálfstæðisflokkurinn er með um 27,3 prósenta fylgi. Björt framtíð og Samfylkingin mælast með 17 og 16 prósenta fylgi.

Könnunin var gerð dagana 9. til 14. janúar meðal einstaklinga 18 ára og eldri úr hópi álitsgjafa MMR. Alls svöruðu 993 einstaklingar könnuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×